Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 19:47 Diljá Mist Einarsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira