Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:17 Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjármál heimilisins Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun