Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:45 Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun