Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 07:33 Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jón Magnús Kristjánsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun