Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar 11. nóvember 2024 14:16 Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál. Af kynnum mínum af skólamálum undanfarin ár veit ég að á öllum skólastigum og úti um allt land eru í gangi aragrúi frábærra verkefna sem alltof fáir heyra af. Sanngjörn kynning á þeim gæfi allt aðra mynd af skólastarfi en heyra má í neikvæðri umræðu fjölmiðla. Ég hef heyrt fjölmarga erlenda gesti sem heimsækja skólana okkar dást að þeirri fjölbreytni, hugmyndaauðgi, frumkvæði og krafti sem þeir sjá í íslensku skólastarfi. Við sjáum fjölda öflugra ungmenna streyma út úr skólakerfinu sem standa sig frábærlega vel í framhaldsnámi, atvinnulífi, íþróttum, tónlist – eiginlega hvar sem litið er sjáum við dæmi um frumkvæði og atorku. Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist í umræðu um skólakerfi á heljarþröm á grundvelli PISA niðurstaðna sem hafa ekki fengið gagnrýna umræðu. Hvorki hvað varðar mælitækni (sem er þó rædd gagnrýnið í PISA-skýrslunum sjálfum) né hugsmíðaréttmæti (þ.e. að verið sé að mæla þætti sem örugglega skipta miklu máli), að ekki sé talað um áhrifaréttmæti (þ.e. að þau séu líkleg til að hafa tiltekin áhrif), en þetta er ekki rætt í skýrslum Menntavísindasviðs HÍ. Svo kalla menn eftir samræmdum prófum sem reist eru á faglegum hugmyndum Steingríms Arasonar frá árunum kringum 1924 en eru að mestu úreltar. Slík próf eru hvorki gagnleg mælitæki né duga til skynsamlegrar leiðsagnar og ég trúi því ekki að nokkur sem þekkir vel til mælinga mæli þeim bót. Þá treysti ég langtum betur núna, 2024, fagmennsku Freyju Birgisdóttur sem ég veit að er öflugur fræðimaður og leiðir mjög áhugavert starf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem snýst um þróun matsferils. Viss vandi í umræðu Steingríms er þó enn til staðar. En þrátt fyrir fjölmargar mjög jákvæðar vísbendingar sem berast út úr skólakerfinu held ég að öllum sé ljóst að það þarf að takast á við brýnar og erfiðar áskoranir, ekki síst tengdar börnum með erlendan bakgrunn og börnum sem standa höllum fæti af öðrum toga og búa sum auk þess við félags- og efnahagsleg vanefni. Þau sem bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á skólakerfinu verða að horfast í augu við þær áskoranir sem sannarlega eru ekki auðveldar viðfangs. Ég fæ ekki betur séð en að þar sem ég þekki best til, og vísa þá til uppbyggingar af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis, sé verið að bretta upp ermarnar – m.a. í starfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og t.d. MEMM verkefninu og einnig hjá Reykjavíkurborg. En ég óttast að áskorunin sé talsvert meiri en þeir sem eru utan kerfisins átta sig fyllilega á, en fáir innan kerfisins fara í grafgötur um eðli þeirra og umfang. Á vormánuðum síðastliðið ár átti ég þess kost að hlusta á ítarlega faglega umræðu starfsfólks leikskóla, grunnskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Breiðholti með þátttöku yfirmanna skólamála í Reykjavík um stefnumótun og aðgerðir í málefnum síns borgarhluta. Þetta samtal sannfærði mig um það sama og ég hafði heyrt frá hinum erlendu gestum. Þarna var rætt af metnaði um hugmyndir til umbóta og mjög faglega um þær áskoranir sem þyrfti að takast á við. Fagfólkið, bæði kennarar og aðrir, settu fram eðlilegar kröfur um stuðning til þess að geta sjálft tekist á við þær. Þau birtust mér sem afar sterkur hópur fagfólks sem einmitt væri skynsamlegt að treysta fyrir menntun þeirra barna og ungmenna sem voru á þeirra faglega verksviði og mikilvægt að veita þeim það veganesti sem þyrfti, bæði faglegt og fjárhagslegt. Þau voru ekkert að fela vandamálin og þau voru heldur ekki að veigra sér við því að takast á við þau. Það var augljóst að þetta væri fólkið sem ætti að vinna verkið og ætlaði sér að gera það og ég sannfærðist um að þeim væri vissulega treystandi til þess. Íslensku menntaverðlaunin ættum við nota til að færa umræðu um íslensk skólamál í nýjan farveg, viðurkenna allt það sem vel er gert og jafnframt hve margslungin viðfangsefnin eru. En vitaskuld verður að horfast í augu við vandann sem við þekkjum nokkuð vel og gefa fagfólki skýrt umboð og stuðning til að glíma við hann. En skólakerfið eitt leysir hann vitanlega ekki allan. Til þess að lyfta umræðunni mætti einnig taka mið af þeim skýra tóni sem forsetinn, Halla Tómasdóttir, sló í ávarpi sínu þegar menntaverðlaunin voru veitt. Höfundur er fyrrum prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál. Af kynnum mínum af skólamálum undanfarin ár veit ég að á öllum skólastigum og úti um allt land eru í gangi aragrúi frábærra verkefna sem alltof fáir heyra af. Sanngjörn kynning á þeim gæfi allt aðra mynd af skólastarfi en heyra má í neikvæðri umræðu fjölmiðla. Ég hef heyrt fjölmarga erlenda gesti sem heimsækja skólana okkar dást að þeirri fjölbreytni, hugmyndaauðgi, frumkvæði og krafti sem þeir sjá í íslensku skólastarfi. Við sjáum fjölda öflugra ungmenna streyma út úr skólakerfinu sem standa sig frábærlega vel í framhaldsnámi, atvinnulífi, íþróttum, tónlist – eiginlega hvar sem litið er sjáum við dæmi um frumkvæði og atorku. Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist í umræðu um skólakerfi á heljarþröm á grundvelli PISA niðurstaðna sem hafa ekki fengið gagnrýna umræðu. Hvorki hvað varðar mælitækni (sem er þó rædd gagnrýnið í PISA-skýrslunum sjálfum) né hugsmíðaréttmæti (þ.e. að verið sé að mæla þætti sem örugglega skipta miklu máli), að ekki sé talað um áhrifaréttmæti (þ.e. að þau séu líkleg til að hafa tiltekin áhrif), en þetta er ekki rætt í skýrslum Menntavísindasviðs HÍ. Svo kalla menn eftir samræmdum prófum sem reist eru á faglegum hugmyndum Steingríms Arasonar frá árunum kringum 1924 en eru að mestu úreltar. Slík próf eru hvorki gagnleg mælitæki né duga til skynsamlegrar leiðsagnar og ég trúi því ekki að nokkur sem þekkir vel til mælinga mæli þeim bót. Þá treysti ég langtum betur núna, 2024, fagmennsku Freyju Birgisdóttur sem ég veit að er öflugur fræðimaður og leiðir mjög áhugavert starf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem snýst um þróun matsferils. Viss vandi í umræðu Steingríms er þó enn til staðar. En þrátt fyrir fjölmargar mjög jákvæðar vísbendingar sem berast út úr skólakerfinu held ég að öllum sé ljóst að það þarf að takast á við brýnar og erfiðar áskoranir, ekki síst tengdar börnum með erlendan bakgrunn og börnum sem standa höllum fæti af öðrum toga og búa sum auk þess við félags- og efnahagsleg vanefni. Þau sem bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á skólakerfinu verða að horfast í augu við þær áskoranir sem sannarlega eru ekki auðveldar viðfangs. Ég fæ ekki betur séð en að þar sem ég þekki best til, og vísa þá til uppbyggingar af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis, sé verið að bretta upp ermarnar – m.a. í starfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og t.d. MEMM verkefninu og einnig hjá Reykjavíkurborg. En ég óttast að áskorunin sé talsvert meiri en þeir sem eru utan kerfisins átta sig fyllilega á, en fáir innan kerfisins fara í grafgötur um eðli þeirra og umfang. Á vormánuðum síðastliðið ár átti ég þess kost að hlusta á ítarlega faglega umræðu starfsfólks leikskóla, grunnskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Breiðholti með þátttöku yfirmanna skólamála í Reykjavík um stefnumótun og aðgerðir í málefnum síns borgarhluta. Þetta samtal sannfærði mig um það sama og ég hafði heyrt frá hinum erlendu gestum. Þarna var rætt af metnaði um hugmyndir til umbóta og mjög faglega um þær áskoranir sem þyrfti að takast á við. Fagfólkið, bæði kennarar og aðrir, settu fram eðlilegar kröfur um stuðning til þess að geta sjálft tekist á við þær. Þau birtust mér sem afar sterkur hópur fagfólks sem einmitt væri skynsamlegt að treysta fyrir menntun þeirra barna og ungmenna sem voru á þeirra faglega verksviði og mikilvægt að veita þeim það veganesti sem þyrfti, bæði faglegt og fjárhagslegt. Þau voru ekkert að fela vandamálin og þau voru heldur ekki að veigra sér við því að takast á við þau. Það var augljóst að þetta væri fólkið sem ætti að vinna verkið og ætlaði sér að gera það og ég sannfærðist um að þeim væri vissulega treystandi til þess. Íslensku menntaverðlaunin ættum við nota til að færa umræðu um íslensk skólamál í nýjan farveg, viðurkenna allt það sem vel er gert og jafnframt hve margslungin viðfangsefnin eru. En vitaskuld verður að horfast í augu við vandann sem við þekkjum nokkuð vel og gefa fagfólki skýrt umboð og stuðning til að glíma við hann. En skólakerfið eitt leysir hann vitanlega ekki allan. Til þess að lyfta umræðunni mætti einnig taka mið af þeim skýra tóni sem forsetinn, Halla Tómasdóttir, sló í ávarpi sínu þegar menntaverðlaunin voru veitt. Höfundur er fyrrum prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar