Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar 11. nóvember 2024 14:16 Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál. Af kynnum mínum af skólamálum undanfarin ár veit ég að á öllum skólastigum og úti um allt land eru í gangi aragrúi frábærra verkefna sem alltof fáir heyra af. Sanngjörn kynning á þeim gæfi allt aðra mynd af skólastarfi en heyra má í neikvæðri umræðu fjölmiðla. Ég hef heyrt fjölmarga erlenda gesti sem heimsækja skólana okkar dást að þeirri fjölbreytni, hugmyndaauðgi, frumkvæði og krafti sem þeir sjá í íslensku skólastarfi. Við sjáum fjölda öflugra ungmenna streyma út úr skólakerfinu sem standa sig frábærlega vel í framhaldsnámi, atvinnulífi, íþróttum, tónlist – eiginlega hvar sem litið er sjáum við dæmi um frumkvæði og atorku. Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist í umræðu um skólakerfi á heljarþröm á grundvelli PISA niðurstaðna sem hafa ekki fengið gagnrýna umræðu. Hvorki hvað varðar mælitækni (sem er þó rædd gagnrýnið í PISA-skýrslunum sjálfum) né hugsmíðaréttmæti (þ.e. að verið sé að mæla þætti sem örugglega skipta miklu máli), að ekki sé talað um áhrifaréttmæti (þ.e. að þau séu líkleg til að hafa tiltekin áhrif), en þetta er ekki rætt í skýrslum Menntavísindasviðs HÍ. Svo kalla menn eftir samræmdum prófum sem reist eru á faglegum hugmyndum Steingríms Arasonar frá árunum kringum 1924 en eru að mestu úreltar. Slík próf eru hvorki gagnleg mælitæki né duga til skynsamlegrar leiðsagnar og ég trúi því ekki að nokkur sem þekkir vel til mælinga mæli þeim bót. Þá treysti ég langtum betur núna, 2024, fagmennsku Freyju Birgisdóttur sem ég veit að er öflugur fræðimaður og leiðir mjög áhugavert starf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem snýst um þróun matsferils. Viss vandi í umræðu Steingríms er þó enn til staðar. En þrátt fyrir fjölmargar mjög jákvæðar vísbendingar sem berast út úr skólakerfinu held ég að öllum sé ljóst að það þarf að takast á við brýnar og erfiðar áskoranir, ekki síst tengdar börnum með erlendan bakgrunn og börnum sem standa höllum fæti af öðrum toga og búa sum auk þess við félags- og efnahagsleg vanefni. Þau sem bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á skólakerfinu verða að horfast í augu við þær áskoranir sem sannarlega eru ekki auðveldar viðfangs. Ég fæ ekki betur séð en að þar sem ég þekki best til, og vísa þá til uppbyggingar af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis, sé verið að bretta upp ermarnar – m.a. í starfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og t.d. MEMM verkefninu og einnig hjá Reykjavíkurborg. En ég óttast að áskorunin sé talsvert meiri en þeir sem eru utan kerfisins átta sig fyllilega á, en fáir innan kerfisins fara í grafgötur um eðli þeirra og umfang. Á vormánuðum síðastliðið ár átti ég þess kost að hlusta á ítarlega faglega umræðu starfsfólks leikskóla, grunnskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Breiðholti með þátttöku yfirmanna skólamála í Reykjavík um stefnumótun og aðgerðir í málefnum síns borgarhluta. Þetta samtal sannfærði mig um það sama og ég hafði heyrt frá hinum erlendu gestum. Þarna var rætt af metnaði um hugmyndir til umbóta og mjög faglega um þær áskoranir sem þyrfti að takast á við. Fagfólkið, bæði kennarar og aðrir, settu fram eðlilegar kröfur um stuðning til þess að geta sjálft tekist á við þær. Þau birtust mér sem afar sterkur hópur fagfólks sem einmitt væri skynsamlegt að treysta fyrir menntun þeirra barna og ungmenna sem voru á þeirra faglega verksviði og mikilvægt að veita þeim það veganesti sem þyrfti, bæði faglegt og fjárhagslegt. Þau voru ekkert að fela vandamálin og þau voru heldur ekki að veigra sér við því að takast á við þau. Það var augljóst að þetta væri fólkið sem ætti að vinna verkið og ætlaði sér að gera það og ég sannfærðist um að þeim væri vissulega treystandi til þess. Íslensku menntaverðlaunin ættum við nota til að færa umræðu um íslensk skólamál í nýjan farveg, viðurkenna allt það sem vel er gert og jafnframt hve margslungin viðfangsefnin eru. En vitaskuld verður að horfast í augu við vandann sem við þekkjum nokkuð vel og gefa fagfólki skýrt umboð og stuðning til að glíma við hann. En skólakerfið eitt leysir hann vitanlega ekki allan. Til þess að lyfta umræðunni mætti einnig taka mið af þeim skýra tóni sem forsetinn, Halla Tómasdóttir, sló í ávarpi sínu þegar menntaverðlaunin voru veitt. Höfundur er fyrrum prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál. Af kynnum mínum af skólamálum undanfarin ár veit ég að á öllum skólastigum og úti um allt land eru í gangi aragrúi frábærra verkefna sem alltof fáir heyra af. Sanngjörn kynning á þeim gæfi allt aðra mynd af skólastarfi en heyra má í neikvæðri umræðu fjölmiðla. Ég hef heyrt fjölmarga erlenda gesti sem heimsækja skólana okkar dást að þeirri fjölbreytni, hugmyndaauðgi, frumkvæði og krafti sem þeir sjá í íslensku skólastarfi. Við sjáum fjölda öflugra ungmenna streyma út úr skólakerfinu sem standa sig frábærlega vel í framhaldsnámi, atvinnulífi, íþróttum, tónlist – eiginlega hvar sem litið er sjáum við dæmi um frumkvæði og atorku. Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist í umræðu um skólakerfi á heljarþröm á grundvelli PISA niðurstaðna sem hafa ekki fengið gagnrýna umræðu. Hvorki hvað varðar mælitækni (sem er þó rædd gagnrýnið í PISA-skýrslunum sjálfum) né hugsmíðaréttmæti (þ.e. að verið sé að mæla þætti sem örugglega skipta miklu máli), að ekki sé talað um áhrifaréttmæti (þ.e. að þau séu líkleg til að hafa tiltekin áhrif), en þetta er ekki rætt í skýrslum Menntavísindasviðs HÍ. Svo kalla menn eftir samræmdum prófum sem reist eru á faglegum hugmyndum Steingríms Arasonar frá árunum kringum 1924 en eru að mestu úreltar. Slík próf eru hvorki gagnleg mælitæki né duga til skynsamlegrar leiðsagnar og ég trúi því ekki að nokkur sem þekkir vel til mælinga mæli þeim bót. Þá treysti ég langtum betur núna, 2024, fagmennsku Freyju Birgisdóttur sem ég veit að er öflugur fræðimaður og leiðir mjög áhugavert starf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem snýst um þróun matsferils. Viss vandi í umræðu Steingríms er þó enn til staðar. En þrátt fyrir fjölmargar mjög jákvæðar vísbendingar sem berast út úr skólakerfinu held ég að öllum sé ljóst að það þarf að takast á við brýnar og erfiðar áskoranir, ekki síst tengdar börnum með erlendan bakgrunn og börnum sem standa höllum fæti af öðrum toga og búa sum auk þess við félags- og efnahagsleg vanefni. Þau sem bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á skólakerfinu verða að horfast í augu við þær áskoranir sem sannarlega eru ekki auðveldar viðfangs. Ég fæ ekki betur séð en að þar sem ég þekki best til, og vísa þá til uppbyggingar af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis, sé verið að bretta upp ermarnar – m.a. í starfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og t.d. MEMM verkefninu og einnig hjá Reykjavíkurborg. En ég óttast að áskorunin sé talsvert meiri en þeir sem eru utan kerfisins átta sig fyllilega á, en fáir innan kerfisins fara í grafgötur um eðli þeirra og umfang. Á vormánuðum síðastliðið ár átti ég þess kost að hlusta á ítarlega faglega umræðu starfsfólks leikskóla, grunnskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Breiðholti með þátttöku yfirmanna skólamála í Reykjavík um stefnumótun og aðgerðir í málefnum síns borgarhluta. Þetta samtal sannfærði mig um það sama og ég hafði heyrt frá hinum erlendu gestum. Þarna var rætt af metnaði um hugmyndir til umbóta og mjög faglega um þær áskoranir sem þyrfti að takast á við. Fagfólkið, bæði kennarar og aðrir, settu fram eðlilegar kröfur um stuðning til þess að geta sjálft tekist á við þær. Þau birtust mér sem afar sterkur hópur fagfólks sem einmitt væri skynsamlegt að treysta fyrir menntun þeirra barna og ungmenna sem voru á þeirra faglega verksviði og mikilvægt að veita þeim það veganesti sem þyrfti, bæði faglegt og fjárhagslegt. Þau voru ekkert að fela vandamálin og þau voru heldur ekki að veigra sér við því að takast á við þau. Það var augljóst að þetta væri fólkið sem ætti að vinna verkið og ætlaði sér að gera það og ég sannfærðist um að þeim væri vissulega treystandi til þess. Íslensku menntaverðlaunin ættum við nota til að færa umræðu um íslensk skólamál í nýjan farveg, viðurkenna allt það sem vel er gert og jafnframt hve margslungin viðfangsefnin eru. En vitaskuld verður að horfast í augu við vandann sem við þekkjum nokkuð vel og gefa fagfólki skýrt umboð og stuðning til að glíma við hann. En skólakerfið eitt leysir hann vitanlega ekki allan. Til þess að lyfta umræðunni mætti einnig taka mið af þeim skýra tóni sem forsetinn, Halla Tómasdóttir, sló í ávarpi sínu þegar menntaverðlaunin voru veitt. Höfundur er fyrrum prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun