Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2024 08:47 Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar