Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 08:17 Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Okkur er kennt innan verkalýðshreyfingarinnar að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi, eins og svo margt annað á Íslandi, og að ekki undir neinum kringumstæðum megi hrófla við kerfinu eða hugmyndafræðinni í kringum það. Þessar möntrur eru einnig kenndar í stjórnmálahreyfingum og háskólum landsins. Hagtölur sýna að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því sterkasta í öllum samanburði, út frá hagtölum, en er þetta gott kerfi? Er þetta virkilega besta kerfi í heimi? Tölurnar Skyldubundið iðgjald í lífeyrissjóði er 15,5% og hefur hækkað um 55% frá árinu 2006 þegar það var 10%. Valkvæði séreignarhlutinn er 4 til 6%. Fólk er því að greiða allt að 21,5% af launum og launatengdum gjöldum í lífeyrissjóði. Iðgjöld í sjóðina námu 431,5 milljarði króna árið 2023 og útgreiðslur lífeyris voru um 246 milljarðar sama ár, samkvæmt hagtölum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 7.945 milljörðum í september 2024 samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Hugmyndafræðin Þegar góða fólkið talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skatttekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þ.e. að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað og framtíðar skatttekjum… Ef, og já EF, að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu. En hver er reikningurinn sem við erum að senda framtíðar kynslóðum okkar í dag? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt verri þá en hann er í dag, ef ekkert verður að gert. Í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins! Raunveruleikinn Raunveruleikinn er ekki eins einfaldur og hugmyndafræðin segir okkur. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir fjármunir verði til staðar eftir 20, 30 eða 40 ár? Hverjar eru líkurnar á markaðsáföllum sem geta þurrkað upp hugmyndafræðilegan ávinning kerfisins? Á síðastliðnum 24 árum höfum við gengið í gegnum miklar sveiflur og hrun markaða. Árið 2000 sprakk netbólan og þá töpuðu lífeyrissjóðirnir gríðarlegum upphæðum. Bankahrunið 2008 þurrkaði út 97% af öllum innlendum hlutabréfum sjóðanna og heildartapið var gríðarlegt. Síðan hafa verið smærri niður- og uppsveiflur þess á milli, sú síðasta árið 2021 þegar sjóðirnir töpuðu 800 milljörðum. En þar sem iðgjöldin eru hærri en útgreiðslur, og hafa verið frá upphafi, vegna þess að iðgjöld í sjóðina hækka með reglulegu millibili, geta sjóðirnir leiðrétt tapið að hluta með því að bíða af sér sveiflurnar og kaupa eignir á hrakvirði eftir hrun markaða, eða dreift og falið tap á vondum fjárfestingum yfir lengri tíma. Það sem ekkert er talað um er hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri og hvert verður tap þeirra og eignabruni þegar þeir þurfa að selja eignir við neikvæðar markaðsaðstæður? Ég þarf varla að benda á að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af. Góða fólkið! Þegar góða fólkið talar um lífeyrissjóði, og hugtök eins og samtryggingu, ætti það að kynna sér augljósa galla kerfisins. Þá staðreynd að kerfið elur á misskiptingu en ekki samtryggingu. Bankastjórinn fær t.d. sama hlutfall í lífeyri af meðallaunum sínum og láglaunakonan, sem fór þrisvar í fæðingarorlof, án þess að vinna sér inn réttindi á meðan, og vann hlutastarf. Ef meðallaunin hans voru tvær milljónir á mánuði, þá fær hann um eina og hálfa milljón í lífeyri. Láglaunakonan sem aldrei gat lifað með mannlegri reisn af launum sínum, getur engan vegin lifað á aðeins 76% af meðaltekjum sínum frá lífeyrissjóði. Og hvort þeirra er líklegra til að hafa komið sér skuldlausu þaki yfir höfuðið? Þá er vert að nefna skerðingarnar í almannatryggingakerfinu sem læsa stóran hóp af fólki inni í sárri fátækt. Er þetta samtrygging? Er þetta besta kerfi í heimi? Góða fólkið vil ég spyrja hvort það treysti lífeyrissjóðunum betur til að geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það gæti kannski verið betra að fénu verði fjárfest í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða með því að stórbæta lífskjör og þjónustu allra sem hér búa með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið og draga verulega úr skerðingum í almannatryggingakerfinu? Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við höfum ekkert um það að segja hverjir stjórna lífeyrissjóðunum eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávallt réttar ákvarðanir og sneiði fram hjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera. Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var góða fólkið þá? Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið, höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi. Oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjaramál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Okkur er kennt innan verkalýðshreyfingarinnar að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé það besta í heimi, eins og svo margt annað á Íslandi, og að ekki undir neinum kringumstæðum megi hrófla við kerfinu eða hugmyndafræðinni í kringum það. Þessar möntrur eru einnig kenndar í stjórnmálahreyfingum og háskólum landsins. Hagtölur sýna að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því sterkasta í öllum samanburði, út frá hagtölum, en er þetta gott kerfi? Er þetta virkilega besta kerfi í heimi? Tölurnar Skyldubundið iðgjald í lífeyrissjóði er 15,5% og hefur hækkað um 55% frá árinu 2006 þegar það var 10%. Valkvæði séreignarhlutinn er 4 til 6%. Fólk er því að greiða allt að 21,5% af launum og launatengdum gjöldum í lífeyrissjóði. Iðgjöld í sjóðina námu 431,5 milljarði króna árið 2023 og útgreiðslur lífeyris voru um 246 milljarðar sama ár, samkvæmt hagtölum Landssamtaka lífeyrissjóða. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 7.945 milljörðum í september 2024 samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Hugmyndafræðin Þegar góða fólkið talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skatttekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þ.e. að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað og framtíðar skatttekjum… Ef, og já EF, að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu. En hver er reikningurinn sem við erum að senda framtíðar kynslóðum okkar í dag? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt verri þá en hann er í dag, ef ekkert verður að gert. Í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins! Raunveruleikinn Raunveruleikinn er ekki eins einfaldur og hugmyndafræðin segir okkur. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir fjármunir verði til staðar eftir 20, 30 eða 40 ár? Hverjar eru líkurnar á markaðsáföllum sem geta þurrkað upp hugmyndafræðilegan ávinning kerfisins? Á síðastliðnum 24 árum höfum við gengið í gegnum miklar sveiflur og hrun markaða. Árið 2000 sprakk netbólan og þá töpuðu lífeyrissjóðirnir gríðarlegum upphæðum. Bankahrunið 2008 þurrkaði út 97% af öllum innlendum hlutabréfum sjóðanna og heildartapið var gríðarlegt. Síðan hafa verið smærri niður- og uppsveiflur þess á milli, sú síðasta árið 2021 þegar sjóðirnir töpuðu 800 milljörðum. En þar sem iðgjöldin eru hærri en útgreiðslur, og hafa verið frá upphafi, vegna þess að iðgjöld í sjóðina hækka með reglulegu millibili, geta sjóðirnir leiðrétt tapið að hluta með því að bíða af sér sveiflurnar og kaupa eignir á hrakvirði eftir hrun markaða, eða dreift og falið tap á vondum fjárfestingum yfir lengri tíma. Það sem ekkert er talað um er hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri og hvert verður tap þeirra og eignabruni þegar þeir þurfa að selja eignir við neikvæðar markaðsaðstæður? Ég þarf varla að benda á að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af. Góða fólkið! Þegar góða fólkið talar um lífeyrissjóði, og hugtök eins og samtryggingu, ætti það að kynna sér augljósa galla kerfisins. Þá staðreynd að kerfið elur á misskiptingu en ekki samtryggingu. Bankastjórinn fær t.d. sama hlutfall í lífeyri af meðallaunum sínum og láglaunakonan, sem fór þrisvar í fæðingarorlof, án þess að vinna sér inn réttindi á meðan, og vann hlutastarf. Ef meðallaunin hans voru tvær milljónir á mánuði, þá fær hann um eina og hálfa milljón í lífeyri. Láglaunakonan sem aldrei gat lifað með mannlegri reisn af launum sínum, getur engan vegin lifað á aðeins 76% af meðaltekjum sínum frá lífeyrissjóði. Og hvort þeirra er líklegra til að hafa komið sér skuldlausu þaki yfir höfuðið? Þá er vert að nefna skerðingarnar í almannatryggingakerfinu sem læsa stóran hóp af fólki inni í sárri fátækt. Er þetta samtrygging? Er þetta besta kerfi í heimi? Góða fólkið vil ég spyrja hvort það treysti lífeyrissjóðunum betur til að geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það gæti kannski verið betra að fénu verði fjárfest í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða með því að stórbæta lífskjör og þjónustu allra sem hér búa með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið og draga verulega úr skerðingum í almannatryggingakerfinu? Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við höfum ekkert um það að segja hverjir stjórna lífeyrissjóðunum eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávallt réttar ákvarðanir og sneiði fram hjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera. Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var góða fólkið þá? Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið, höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi. Oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun