Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Jafnréttismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun