Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 30. október 2024 20:31 Alþingispólitíkin dregur æ meira dám af knattspyrnu og kosningar eru stórmót þar sem keppt er í atkvæðasöfnun. Það er þess vegna augljóst að alþingisklúbbarnir vilja styrkja sig fyrir átökin sem framundan eru. Félagskiptaglugginn hefur staðið opinn og mikil tíðindi hafa orðið sem hafa valdið aðdáendum sem andstæðingum miklu tilfinninga róti. Það sem gerir nýja leikmenn eftirsótta er fyrst og frems frægð. Annað skiptir litlu máli. Á þennan hátt hefur Samfó. gert risasamninga við Kóvíd-fræga. Grínfrægur er stolt Viðreisnar þó svo að hann hafi ekki náð að gera samning um að spila fremstur í sókninni. Framsókn landaði samningi við orku- og forsetafræga. Nánast allir aðrir klúbbar kepptust um að kaupa leikmanninn en hún tryggði sér að síðustu feitan díl við framsókn. Flokkur fólksins hefur lengi verið slyngur í leikmannakaupum. Fyrir þetta stórmót ákvað klúbbstjórnin í eintölu að skipta út hamborgarafrægum og poppfrægum fyrir verkalýðsfrægan. Poppfrægur brást æfur við og sagði tafarlaust skilið við klúbbinn. Náði að smeygja sér inná leikmannamarkaðinn rétt áður en að félagskiptaglugginn skall aftur og gera prýðilegan samning við Miðflokkinn. Þetta er dæmigert fyrir hið margrómaða markaðskerfi nútímans þar sem eiginhagsmunir eru það eina sem skiptir máli. Miðflokkurinn þurfti ekki að styrkja sig mikið. Það má líkja honum við Manchester City í enska boltanum þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Sex „klausturperrar“ í framvarðarsveitinni ættu að vera nóg í hvaða svall sem er sem er en samt bætti klúbburinn við sig „hrökklaðist úr ráðherraembætti-frægri“ og poppfrægum eins og áður var greint frá. Það er augljóst að Miðflokkurinn hefur, á pappírunum, yfir langsterkasta leikmannahópnum að ráða hvað varðar frægð af endemum. Píratar binda bagga sína á annan hátt en aðrir alþingisklúbbar þar telur alþingisforysta klúbbsins atkvæði eftir á og eftir að “grasrótin” hefur fellt dóm sinn í prófkjöri er endurraðað á lista. Líklegt er að Pírötum hefnist fyrir að fara ekki eftir þrautreyndu leikskipulagi reynslubolta í öðrum klúbbum. XD og VG hafa rímað svo vel saman í 7 ár. Þau búa að þeim tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að hugsa sér frægari leikmann en Bjarna Ben; „besta samstarfsmannsins,“ svo vitnað sé til fyrrverandi forsætisráðherra . Óbilandi sjálfstraust og keppniskap þessara fornfrægu klúbba sést best á því að þeir stilla aftur upp sinni úrvalssveit óbreyttri. Alþingi hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Ávallt ríkja yfir því ríkistjórnir sem hata ríkisvaldið og vilja gera vald þess sem minnst. Eina aðkoma almenning að því sem kallað er lýðræði er að kjósa á nokkurra ára fresti fólk inná þetta svið samfélagsins sem alltaf er að minka og tapa frá sér völdum. Valdið liggur í síauknum mæli hjá lobbíistasamtökum, stórfyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum, bröskurum og svo framvegis. Tæki ríkisvaldsins til eftirlits eru sífellt skorin niður og ný fylgja ekki þróun samfélagsins eftir. Eignir eru seldar í burtu og ríkisvaldið verður æ fátækara og skuldsettara. Meira að segja lagasetning er unnin að miklum hluta til með einkavæðingu (útvistun). Eftir er brotið lýðræði sem býr á litlu svæði í samfélaginu þar sem er hópur fólks sem við köllum stjórnmálastétt af því að það býr við allt önnur kjör en við og hefur aðra hagsmuni en við. Þekkiði einhverja sem tala um stjórnmálastéttina sem; foringja, leiðtoga eða samherja? Ekki geri ég það. Þess vegna er sjóið svona nauðsynlegt og þau frægu sem draga athyglina til sín og frá aðalatriðunum. Sniðugheitin og auglýsingatrixin ráða ríkjum og svo á mínútunni þegar kjörstöðum lokar tekur allt annar veruleiki við. Raunveruleikinn innan múra alþingis þar sem gert er allt annað en lofað var að gera í kosningunum sem eru þá nýliðnar. Og af hverju get ég sagt það? Vegna þess að þannig gerðist það síðast og þar áður og þar áður og þar áður. Og hér getur lesandinn haldið áfram að bæta við „þar áður“ að vild. Höfundur er eftirlaunamaður og áhugamaður um knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingispólitíkin dregur æ meira dám af knattspyrnu og kosningar eru stórmót þar sem keppt er í atkvæðasöfnun. Það er þess vegna augljóst að alþingisklúbbarnir vilja styrkja sig fyrir átökin sem framundan eru. Félagskiptaglugginn hefur staðið opinn og mikil tíðindi hafa orðið sem hafa valdið aðdáendum sem andstæðingum miklu tilfinninga róti. Það sem gerir nýja leikmenn eftirsótta er fyrst og frems frægð. Annað skiptir litlu máli. Á þennan hátt hefur Samfó. gert risasamninga við Kóvíd-fræga. Grínfrægur er stolt Viðreisnar þó svo að hann hafi ekki náð að gera samning um að spila fremstur í sókninni. Framsókn landaði samningi við orku- og forsetafræga. Nánast allir aðrir klúbbar kepptust um að kaupa leikmanninn en hún tryggði sér að síðustu feitan díl við framsókn. Flokkur fólksins hefur lengi verið slyngur í leikmannakaupum. Fyrir þetta stórmót ákvað klúbbstjórnin í eintölu að skipta út hamborgarafrægum og poppfrægum fyrir verkalýðsfrægan. Poppfrægur brást æfur við og sagði tafarlaust skilið við klúbbinn. Náði að smeygja sér inná leikmannamarkaðinn rétt áður en að félagskiptaglugginn skall aftur og gera prýðilegan samning við Miðflokkinn. Þetta er dæmigert fyrir hið margrómaða markaðskerfi nútímans þar sem eiginhagsmunir eru það eina sem skiptir máli. Miðflokkurinn þurfti ekki að styrkja sig mikið. Það má líkja honum við Manchester City í enska boltanum þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Sex „klausturperrar“ í framvarðarsveitinni ættu að vera nóg í hvaða svall sem er sem er en samt bætti klúbburinn við sig „hrökklaðist úr ráðherraembætti-frægri“ og poppfrægum eins og áður var greint frá. Það er augljóst að Miðflokkurinn hefur, á pappírunum, yfir langsterkasta leikmannahópnum að ráða hvað varðar frægð af endemum. Píratar binda bagga sína á annan hátt en aðrir alþingisklúbbar þar telur alþingisforysta klúbbsins atkvæði eftir á og eftir að “grasrótin” hefur fellt dóm sinn í prófkjöri er endurraðað á lista. Líklegt er að Pírötum hefnist fyrir að fara ekki eftir þrautreyndu leikskipulagi reynslubolta í öðrum klúbbum. XD og VG hafa rímað svo vel saman í 7 ár. Þau búa að þeim tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að hugsa sér frægari leikmann en Bjarna Ben; „besta samstarfsmannsins,“ svo vitnað sé til fyrrverandi forsætisráðherra . Óbilandi sjálfstraust og keppniskap þessara fornfrægu klúbba sést best á því að þeir stilla aftur upp sinni úrvalssveit óbreyttri. Alþingi hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Ávallt ríkja yfir því ríkistjórnir sem hata ríkisvaldið og vilja gera vald þess sem minnst. Eina aðkoma almenning að því sem kallað er lýðræði er að kjósa á nokkurra ára fresti fólk inná þetta svið samfélagsins sem alltaf er að minka og tapa frá sér völdum. Valdið liggur í síauknum mæli hjá lobbíistasamtökum, stórfyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum, bröskurum og svo framvegis. Tæki ríkisvaldsins til eftirlits eru sífellt skorin niður og ný fylgja ekki þróun samfélagsins eftir. Eignir eru seldar í burtu og ríkisvaldið verður æ fátækara og skuldsettara. Meira að segja lagasetning er unnin að miklum hluta til með einkavæðingu (útvistun). Eftir er brotið lýðræði sem býr á litlu svæði í samfélaginu þar sem er hópur fólks sem við köllum stjórnmálastétt af því að það býr við allt önnur kjör en við og hefur aðra hagsmuni en við. Þekkiði einhverja sem tala um stjórnmálastéttina sem; foringja, leiðtoga eða samherja? Ekki geri ég það. Þess vegna er sjóið svona nauðsynlegt og þau frægu sem draga athyglina til sín og frá aðalatriðunum. Sniðugheitin og auglýsingatrixin ráða ríkjum og svo á mínútunni þegar kjörstöðum lokar tekur allt annar veruleiki við. Raunveruleikinn innan múra alþingis þar sem gert er allt annað en lofað var að gera í kosningunum sem eru þá nýliðnar. Og af hverju get ég sagt það? Vegna þess að þannig gerðist það síðast og þar áður og þar áður og þar áður. Og hér getur lesandinn haldið áfram að bæta við „þar áður“ að vild. Höfundur er eftirlaunamaður og áhugamaður um knattspyrnu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun