Samfylkingin er Evrópuflokkur Hörður Filippusson skrifar 28. október 2024 14:17 Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar