Ofboðslega frægur Sara Oskarsson skrifar 28. október 2024 13:01 Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Oskarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun