Menntakerfið í öfuga átt við atvinnulífið: Hvers vegna eykst álag á nemendur á meðan vinnuvikan styttist? Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 27. október 2024 23:01 Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skóla- og menntamál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun