Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. október 2024 12:01 Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun