Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar 27. október 2024 10:32 Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar