Skynsemi Sigmundar Davíðs rýnd – Er ESB aðild/Evra tóm tjara? Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. október 2024 06:01 Sigmundur Davíð og hans sívaxandi lið kenna sig og sína pólitík við skynsemi; reka pólitík skynseminnar og fá út á það mikið fylgi. Auðvitað mjög skynsamlegt það! En, spurningin var og er sú, hvers og hver skynsemin er. Í marz 2015 lét Sigmundur Davíð utanríkisráðherra sinn loka á allt frekara samtal við ESB um inngöngu, eins og ég nefndi. Punktur og basta. ESB-aðild/Evra tóm tjara, fannst Sigmundi greinilega. Við skulum nú gaumgæfa málið aðeins betur. Fyrst þessi hlið: Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu, úreltu og kostnaðarsömu heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur í litlu magni oft margfluttur til og frá, inn og út úr vöruhúsum, milli staða og landa, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni, beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. Faktorinn, sem auðvitað spilar hér stóra rullu, er gífurlegur vaxtakostnaður íslenzku krónunnar, krónuhagkerfisins, en hannþrýstir áinnflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð og þar með söluverð á markaði. Ef hér væri Evra og Evru-lágvextir, myndi þetta horfa allt öðruvísi við. Stórinnkaup yrðu þá fýsileg, sem gæti lækkað verðlag verulega, landsmönnum til góðs, en til að fá Evru, þarf fyrst að ganga að fullu í ESB. Var skynsamlegt að loka á ESB? Svo þessi hlið: Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Líka hér er íslenzka krónan ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er gjaldmiðill okkar. Hér koma upp gengissviptingar og gjaldeyrishöft, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Krónan sem slík er líka verðlaus, ónothæf, utan landsins. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske væri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og skynsemi til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, hafa tekið upp Evru. Hvort skyldi Sigmundur Davíð og hans lið vera skynsamara í þessum efnum en framámenn annarra smáþjóða Evrópu, eða þeir, forystumenn 15 þjóða, skynsamari en við? Hagspekingurinn, sem á svo að vera, Kristrún Frostadóttir, virðist vera á svipuðu róli og Sigmundur. Ekkert liggur á ESB og Evru, sem þó gætu stórlækkað verðlag í landinu, bætt hag manna á við stórfellda launahækkun. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Vert er fyrir alla lesendur, að velta því vel fyrir sér, fyrir þær þingkosningar, sem í hönd fara, hvort hann vill tryggja okkur svipað verðlag og í Evrópu, með Evru, eða halda áfram að borga tvöfallt verð og una við stórskert lífsgæði með krónu. Skynsemi Sigmundar Davíðs, pólitísk skynsemi Miðflokksins, virðist hafa verið takmörkuð í þessu ESB- og Evru-máli. Vonandi er hún meiri á öðrum sviðum. Og, efnahagssérfræðingurinn mikli, Kristrún Frostadóttir, er ekki aðeins búin að hrekja megnið af bezta fólki Samfylkingarinnar úr flokknum, heldur henda því grunnstefnumáli Samfylkingarinnar, sem lengi hefur verið, aðild að ESB og upptaka Evru, út af borðinu. Tönnlast þó á því, að hún vilji að Samfylkingin sé ekta jafnaðarmannaflokkur, án þess að vita eða skilja, að nær allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu styðja ESB og Evru með ráðum og dáð. Annað mál, svona í leiðinni; Allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu leggja mikla áherzlu á græn mál; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Þau standa þar ofarlega á blaði. Á slík mál hefur Kristrún, frömuðurinn, sem á að vera, aldrei minnst. Alla vega ekki í mín eyru. Menn, sem héldu, að með henni væri kominn lausnarinn mikli, þurfa að klóra sér aðeins í höfðinu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð og hans sívaxandi lið kenna sig og sína pólitík við skynsemi; reka pólitík skynseminnar og fá út á það mikið fylgi. Auðvitað mjög skynsamlegt það! En, spurningin var og er sú, hvers og hver skynsemin er. Í marz 2015 lét Sigmundur Davíð utanríkisráðherra sinn loka á allt frekara samtal við ESB um inngöngu, eins og ég nefndi. Punktur og basta. ESB-aðild/Evra tóm tjara, fannst Sigmundi greinilega. Við skulum nú gaumgæfa málið aðeins betur. Fyrst þessi hlið: Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu, úreltu og kostnaðarsömu heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur í litlu magni oft margfluttur til og frá, inn og út úr vöruhúsum, milli staða og landa, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni, beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. Faktorinn, sem auðvitað spilar hér stóra rullu, er gífurlegur vaxtakostnaður íslenzku krónunnar, krónuhagkerfisins, en hannþrýstir áinnflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð og þar með söluverð á markaði. Ef hér væri Evra og Evru-lágvextir, myndi þetta horfa allt öðruvísi við. Stórinnkaup yrðu þá fýsileg, sem gæti lækkað verðlag verulega, landsmönnum til góðs, en til að fá Evru, þarf fyrst að ganga að fullu í ESB. Var skynsamlegt að loka á ESB? Svo þessi hlið: Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Líka hér er íslenzka krónan ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er gjaldmiðill okkar. Hér koma upp gengissviptingar og gjaldeyrishöft, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Krónan sem slík er líka verðlaus, ónothæf, utan landsins. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske væri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og skynsemi til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, hafa tekið upp Evru. Hvort skyldi Sigmundur Davíð og hans lið vera skynsamara í þessum efnum en framámenn annarra smáþjóða Evrópu, eða þeir, forystumenn 15 þjóða, skynsamari en við? Hagspekingurinn, sem á svo að vera, Kristrún Frostadóttir, virðist vera á svipuðu róli og Sigmundur. Ekkert liggur á ESB og Evru, sem þó gætu stórlækkað verðlag í landinu, bætt hag manna á við stórfellda launahækkun. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Vert er fyrir alla lesendur, að velta því vel fyrir sér, fyrir þær þingkosningar, sem í hönd fara, hvort hann vill tryggja okkur svipað verðlag og í Evrópu, með Evru, eða halda áfram að borga tvöfallt verð og una við stórskert lífsgæði með krónu. Skynsemi Sigmundar Davíðs, pólitísk skynsemi Miðflokksins, virðist hafa verið takmörkuð í þessu ESB- og Evru-máli. Vonandi er hún meiri á öðrum sviðum. Og, efnahagssérfræðingurinn mikli, Kristrún Frostadóttir, er ekki aðeins búin að hrekja megnið af bezta fólki Samfylkingarinnar úr flokknum, heldur henda því grunnstefnumáli Samfylkingarinnar, sem lengi hefur verið, aðild að ESB og upptaka Evru, út af borðinu. Tönnlast þó á því, að hún vilji að Samfylkingin sé ekta jafnaðarmannaflokkur, án þess að vita eða skilja, að nær allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu styðja ESB og Evru með ráðum og dáð. Annað mál, svona í leiðinni; Allir jafnaðarmannaflokkar Evrópu leggja mikla áherzlu á græn mál; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Þau standa þar ofarlega á blaði. Á slík mál hefur Kristrún, frömuðurinn, sem á að vera, aldrei minnst. Alla vega ekki í mín eyru. Menn, sem héldu, að með henni væri kominn lausnarinn mikli, þurfa að klóra sér aðeins í höfðinu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar