Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar 14. október 2024 12:30 Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar