Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 14. október 2024 08:16 Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram. Nokkur mál sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar og hefur steytt á milli flokkanna, einkum það sem snýr að orkumálum og málefnum hælisleitenda. En í mínum huga eru málin miklu fleiri og djúpstæðari. Enda þótti mér alls ekki sjálfgefið að halda áfram þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum. Þar kemur margt til. Við höfum mjög ólíka sýn á einstaklingsfrelsið. Sjálfstæðisflokkurinn setur það í efsta sæti, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur því þannig er samfélagið best. Við höfum ólíka sýn á réttarríkið. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um að leikreglur lýðræðisins þurfi að standa ofar hagsmunum valdhafa eða réttlætistilfinningu í samfélagsumræðunni. Við höfum ólíka sýn á grundvallarhlutverk og umfang ríkisins, ríkisfjármál og efnahagsstjórn. Við viljum forgangsraða af alvöru, losa um eignir og fækka verkefnum og við viljum að kraftar einkaframtaks séu nýttir til að leysa verkefni og forgangsraða í grundvallarverkefni ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn setur frelsið ofar forræðishyggju. Það er flókið að lifa í samfélagi þar sem fólk má gera mistök - en það er meðfæddur réttur að fá að gera þau. Við höfum ólíka sýn á stöðu Íslands í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og samstarf við Bandaríkin til að tryggja varnir okkar, og um EES samninginn til þess að tryggja sem best frelsi til alþjóðlegra viðskipta. Við viljum að Ísland taki stöðu sína í heiminum alvarlega og standi með þeim ríkjum sem deila með okkur grundvallarsýn á heiminn. Þetta eru aðeins nokkur af þeim grundvallaratriðum sem stjórnarflokkana greinir á um. Það er eðlilegt og heilbrigt í lýðræðissamfélagi að um þessar áherslur sé deilt og þegar þessi munur er farinn að standa ríkisstjórn fyrir þrifum með þeim hætti sem nú er, þá er eðlilegt að hún láti af störfum. Nú fara í hönd kosningar þar sem mikilvægt er að hugmyndafræðilegar línur séu skýrar svo þjóðin geti veitt skýrt umboð. Ég hef átt gott samstarf við félaga mína í ríkisstjórn, vinskap og traust. Ég er stolt af mörgum sigrum og góðum árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð. En allt hefur sinn tíma, og sá tími var kominn fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf. Erindinu er lokið. Við lifum nú á viðsjárverðum tímum. Því miður. Fyrir Ísland mun skipta miklu máli að taka réttar ákvarðanir um hvernig við högum okkar málum heimafyrir, og hvernig við bregðumst við þeim vendingum sem eiga sér stað í heiminum. Allt hefur það áhrif á okkur. Við gætum verið að sigla inn í tíma þar sem það er ekki hægt að stóla á að hlutir reddist. Við þurfum að taka ábyrgð okkar alvarlega. Stjórnmálin líkjast stundum leikriti, en þau eru það sannarlega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skyldu að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra. Ég vona innilega að okkur beri gæfa til þess að halda út í kosningabaráttu þar sem við tölum um þau mál sem mestu skipta og að við nálgumst lýðræðið að virðingu. Ísland á það skilið. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram. Nokkur mál sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar og hefur steytt á milli flokkanna, einkum það sem snýr að orkumálum og málefnum hælisleitenda. En í mínum huga eru málin miklu fleiri og djúpstæðari. Enda þótti mér alls ekki sjálfgefið að halda áfram þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum. Þar kemur margt til. Við höfum mjög ólíka sýn á einstaklingsfrelsið. Sjálfstæðisflokkurinn setur það í efsta sæti, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur því þannig er samfélagið best. Við höfum ólíka sýn á réttarríkið. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um að leikreglur lýðræðisins þurfi að standa ofar hagsmunum valdhafa eða réttlætistilfinningu í samfélagsumræðunni. Við höfum ólíka sýn á grundvallarhlutverk og umfang ríkisins, ríkisfjármál og efnahagsstjórn. Við viljum forgangsraða af alvöru, losa um eignir og fækka verkefnum og við viljum að kraftar einkaframtaks séu nýttir til að leysa verkefni og forgangsraða í grundvallarverkefni ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn setur frelsið ofar forræðishyggju. Það er flókið að lifa í samfélagi þar sem fólk má gera mistök - en það er meðfæddur réttur að fá að gera þau. Við höfum ólíka sýn á stöðu Íslands í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og samstarf við Bandaríkin til að tryggja varnir okkar, og um EES samninginn til þess að tryggja sem best frelsi til alþjóðlegra viðskipta. Við viljum að Ísland taki stöðu sína í heiminum alvarlega og standi með þeim ríkjum sem deila með okkur grundvallarsýn á heiminn. Þetta eru aðeins nokkur af þeim grundvallaratriðum sem stjórnarflokkana greinir á um. Það er eðlilegt og heilbrigt í lýðræðissamfélagi að um þessar áherslur sé deilt og þegar þessi munur er farinn að standa ríkisstjórn fyrir þrifum með þeim hætti sem nú er, þá er eðlilegt að hún láti af störfum. Nú fara í hönd kosningar þar sem mikilvægt er að hugmyndafræðilegar línur séu skýrar svo þjóðin geti veitt skýrt umboð. Ég hef átt gott samstarf við félaga mína í ríkisstjórn, vinskap og traust. Ég er stolt af mörgum sigrum og góðum árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð. En allt hefur sinn tíma, og sá tími var kominn fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf. Erindinu er lokið. Við lifum nú á viðsjárverðum tímum. Því miður. Fyrir Ísland mun skipta miklu máli að taka réttar ákvarðanir um hvernig við högum okkar málum heimafyrir, og hvernig við bregðumst við þeim vendingum sem eiga sér stað í heiminum. Allt hefur það áhrif á okkur. Við gætum verið að sigla inn í tíma þar sem það er ekki hægt að stóla á að hlutir reddist. Við þurfum að taka ábyrgð okkar alvarlega. Stjórnmálin líkjast stundum leikriti, en þau eru það sannarlega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skyldu að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra. Ég vona innilega að okkur beri gæfa til þess að halda út í kosningabaráttu þar sem við tölum um þau mál sem mestu skipta og að við nálgumst lýðræðið að virðingu. Ísland á það skilið. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun