Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 10. október 2024 18:00 Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun