Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun