Innlent

Nú má keyra á nagladekkjum í borginni

Árni Sæberg skrifar
Lögregla hefur hætt að sekta fólk fyrir notkun nagladekkja.
Lögregla hefur hætt að sekta fólk fyrir notkun nagladekkja. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða sem búnar eru nagladekkjum.

Almennt er notkun nagladekkja bönnuð frá til 1. nóvember ár hvert. Í tilkynningu lögreglu segir að ákvæði þess efnis í reglugerð sé aðeins viðmið.

Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að keðjur og neglda hjólbarða megi ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Lögreglan segir að aðstæður nú séu með þeim hætti að eðlilegt sé að hefja notkun nagladekkja og því hætta að sekta vegna hennar. Greint var frá því í gær að fjöldi ökumanna hefði lent í vandræðum í Kömbunum á Hellisheiði á Suðurlandi vegna hálku.

Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti ákvörðun sama efnis á mánudag.


Tengdar fréttir

Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja

Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum. Enn eru rúmar þrjár vikur í að notkun nagladekkja verði lögleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×