Íslenski boltinn

Tár­vot Ásta sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina

Aron Guðmundsson skrifar
Ásta Eir lokaði knattspyrnuferlinum með því að fara fyrir liði Breiðabliks sem um nýliðna helgi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda. Leik sem sló aðsóknarmet í efstu deild kvenna.
Ásta Eir lokaði knattspyrnuferlinum með því að fara fyrir liði Breiðabliks sem um nýliðna helgi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda. Leik sem sló aðsóknarmet í efstu deild kvenna. Vísir/Einar

Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði ný­krýndra Ís­lands­meistara Breiða­bliks í fót­bolta, hefur á­kveðið að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir frá­bæran feril og að­eins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina og er þakk­lát fyrir tímana hjá upp­eldis­fé­laginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi.

Eftir að hafa landað sjálfum Ís­lands­meistara­titlinum með Breiða­bliki um ný­liðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Á­kvörðun sem á sér sinn að­draganda en Ásta fór fyrst að í­huga mögu­leg enda­lok á ferlinum fyrir tíma­bilið.

„Ég er mjög sátt með þessa á­kvörðun,“ segir Ásta Eir í við­tali við í­þrótta­deild Stöðvar 2. „Auð­vitað fékk þetta hand­rit full­komin enda­lok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“

Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“

Ásta Eir hefur allan sinn feril á Ís­landi spilað með upp­eldis­fé­laginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 móts­leiki skráða fyrir Breiða­blik.

Hún er að­eins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knatt­spyrnu­konu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Þre­faldur Ís­lands­meistari. Þre­faldur bikar­meistari. Hluti af fyrsta ís­lenska liðinu sem fer í riðla­keppni í Evrópu. Þetta af­rekarðu allt með upp­eldis­fé­lagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg?

„Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tár­vot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leik­maður Breiða­bliks. „Ó­trú­lega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfir­standandi tíma­bili sem og að hafa upp­lifað þetta allt með Breiða­bliki.

Breiða­blik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Ís­landi. Ég er upp­alin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er á­nægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið á­fram.“

Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego

„Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistara­flokks­ferilinn. Þá var mark­miðið aldrei að fara út í ein­hverja at­vinnu­mennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ó­trú­lega gaman í fót­bolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auð­vitað vil ég alltaf vinna en svo er bara ein­hver á­kveðin seigla sem fer af stað.

Ég er líka þakk­lát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann því­líkt mikið. Ég gæti ekki verið á­nægðari og er mjög stolt af fé­laginu sem og sjálfri mér. Þakk­lát fyrir fé­lagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“

Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“

„Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×