Frá Félagi hafnarverkamanna á Íslandi Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 7. október 2024 08:45 Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hafnarmál Eimskip Tengdar fréttir Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03 Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02 Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03
Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun