Eimskip

Fréttamynd

Sam­skip fá á­heyrn Hæsta­réttar í sam­keppnis­málinu

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frá Fé­lagi hafnar­verka­manna á Ís­landi

Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­átta hafnar­verka­manna á Ís­landi: Á­tök við Eim­skip

Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum.

Skoðun
Fréttamynd

Grein­­ing­ Anal­­yt­­i­­ca sögð ó­not­hæf til að meta tjón af meint­­u sam­r­áð­­i skip­­a­­fé­l­ag­­a

Hagrannsóknir, ráðgjafafyrirtæki leitt er af hagfræðingunum Birgi Þór Runólfssyni og Ragnari Árnasyni, telja að vankantar minnisblaðs Analytica um tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa séu svo alvarlegir að það sé ónothæft. „Okkur finnst það mjög alvarlegt,“ segir forstjóri Eimskips. „Það var ekki lítið lagt upp úr því hjá verkkaupa að koma minnisblaði Analytica sem víðast.“

Innherji
Fréttamynd

Sam­keppni í nýju ljósi

Eimskip hefur ráðið alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki, Portwise, til að útskýra fyrir þjóðinni að núverandi tvíkeppni í gámaflutningum um Sundahöfn er það allra besta sem til er. Framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins taka þátt í þessari krossferð, þar sem skrítnum rökum er beitt í nafni (frjálsrar) samkeppni.

Skoðun
Fréttamynd

Eim­skip og Mærsk fylgj­ast að í mikl­um geng­is­lækk­un­um

Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda.

Innherji
Fréttamynd

Rekstur Eimskips „mjög sterkur“ og metur fé­lagið hærra en markaðurinn

Uppgjör Eimskips fyrir þriðja ársfjórðung er enn frekari staðfesting á því að grunnrekstur skipafélagsins er „orðinn mjög sterkur“, segir í verðmati. Það skiptir miklu máli þar sem flutningsverð eru komin á eðlilegar slóðir. Þekkt er að flutningsverð voru afar há í Covid-19 heimsfaraldrinum og því var arðsemi fyrirtækja í þeim rekstri góð á þeim tíma.

Innherji
Fréttamynd

Sam­skip krefja Eim­skip um bætur

Sam­skip hafa falið Mörkinni lög­manns­stofu að sækja bætur á hendur Eim­skipi vegna þess sem fé­lagið kallar ó­lög­mætar og sak­næmar at­hafnir fé­lagsins gagn­vart Sam­skipum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kafarar á leið að skipinu til að meta skemmdir

Kafarar eru á leið að þýsku flutningaskipi sem liggur nú við Sundabakka. Mengunargirðing er umhverfis skipið vegna gruns um olíuleka. Búið er að staðfesta skemmdir á skipinu en ekki umfang þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Nokkur orð um sátt og sektir

Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­endur farið langt yfir strikið

Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 

Neytendur
Fréttamynd

Leggja til leiðir til að auka samkeppni

Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp

Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2