Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson skrifar 6. október 2024 23:33 Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun