Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda Heiðrún Björk Gísladóttir skrifar 6. október 2024 20:29 Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Háskólar Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun