Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar 4. október 2024 09:31 Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar