Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar 4. október 2024 09:31 Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun