Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 07:44 Það hefur lítið sést til Melaniu í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Getty/Leon Neal Melania Trump, eiginkona Donald Trump, tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama í nýrri ævisögu sinni. Bókin kemur út um það bil mánuði eftir forsetakosningarnar. „Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
„Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira