Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 10:02 Löggæslumenn alríkisstofnanna í Chicago í október. Getty/Joshua Lott Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Börn voru meðal þeirra sem dregin voru út. Alls tóku um þrjú hundruð útsendarar fjölda alríkisstofnanna þátt í áhlaupinu á 130 íbúða fjölbýlishúsið, sem framkvæmt var skömmu eftir miðnætti þann 30. september. Þeir brutu niður hurðir og köstuðu hvellsprengjum inn í íbúðir í áhlaupinu. „Það voru tuttugu þúsund af þeim, hlaupandi um húsið mitt eins og við værum með Saddam Hussein í skápnum,“ sagði einn íbúi í samtali við blaðamenn ProPublica. Í heildina voru 37 innflytjendur handteknir og áttu tveir meðlimir glæpagengisins alræmda að hafa verið handteknir. Margir aðrir voru handsamaðir og hendur þeirra bundnar og þar á meðal margir bandarískir ríkisborgarar. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna birti í kjölfarið vel framleitt myndband af áhlaupinu þar sem því var haldið fram að rúmlega níu hundruð manns hefðu verið handteknir í Chicago á undanförnum dögum. Embættismenn staðhæfðu að tveir staðfestir meðlimir Tren de Aragua hefðu verið handteknir í áhlaupinu og annar þeirra hafi verið á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn. DHS law enforcement has made OVER 900 ARRESTS during Operation Midway Blitz in Illinois.To every criminal illegal alien: Darkness is no longer your ally. We will find you. pic.twitter.com/m9PxbuK5Ua— Homeland Security (@DHSgov) October 2, 2025 Þá steig Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, sem sagður er vera höfundur aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn innflytjendum, fyrir framan myndavélar og lofaði áhlaupið sem einhverja best heppnuðu löggæsluaðgerð Bandaríkjanna. Miller sagði að áhlaupið hefði bjargað fjölda mannslífa og að fjölbýlishúsið hefði verið fullt af hryðjuverkamönnum úr Tren de Aragua. .@StephenM says the ICE raid targeting Tren de Aragua terrorists in Chicago "was one of the most successful law enforcement operations the we've seen in this country.""These ICE officers—these heroes—saved God knows how many lives by getting these TdA SCUM out of our country." pic.twitter.com/wRNHfUDgvT— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) October 6, 2025 Enginn var þó ákærður eftir áhlaupið og að minnsta kosti annar hinna meintu glæpamanna hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Þetta eru meðal niðurstaðna rannsóknar blaðamanna Pro Publica á áhlaupinu umdeilda sem vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar um heim. Segist hafa tapað öllu Einn þeirra sem dreginn var fyrir framan myndavélarnar var Jhonny Manuel Caicedo Fereira. Hann er 28 ára gamall innflytjandi frá Venesúela sem er með virka umsókn um hæli í Bandaríkjunum og stöðuga vinnu og hefur aðeins einu sinni komist í kast við lögin eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í tvö og hálft ár. Nokkrum vikum áður hafði hann verið stöðvaður fyrir akstur án ökuleyfis. Hann sagði löggæslumönnunum þetta þegar þeir spurðu hann en þrátt fyrir það var hann dreginn út fyrir framan myndavélarnar og lýstu talsmenn Landamæraeftirlitsins og ICE áhlaupinu sem stórfenglegum sigri gegn hryðjuverkastarfsemi. Caicedo var á endanum ekki ákærður fyrir glæp en hann var, eftir stutt réttarhöld, sendur aftur til Venesúela. Þaðan hafði hann flúið níu árum áður. „Ég tapaði öllu,“ sagði hann í samtali við blaðamenn frá heimili móður sinnar í Venesúela. „Fyrir þessum fíflum eru allir frá Venesúela glæpamenn.“ Hér að neðan má sjá frétt héraðsmiðils um áhlaupið. Fundu þó nokkra sem voru handteknir Blaðamenn ProPublica hafa fundið nöfn margra sem voru handteknir og rætt við tólf þeirra. Þá hefur verið rætt við fjölmarga ættingja þeirra og annarra og kafað í opinber gögn, samfélagsmiðla og annað við gerð fréttar um áhlaupið umdeilda. Af 21 manni sem blaðamenn báru kennsl á voru einungis þrír með nokkra sakaskrá og höfðu verið handteknir fyrir meinta vörslu fíkniefna eða slagsmál. Enginn þeirra hafði verið ákærður samkvæmt þeim gögnum sem blaðamenn höfðu aðgang að. Eins og áður segir var enginn ákærður fyrir glæp vegna áhlaupsins og hafa yfirvöld ekki birt neinar upplýsingar um hina meintu glæpamenn og mögulega hryðjuverkamenn sem áttu að hafa verið gómaðir í fjölbýlishúsinu. Saksóknarar hafa ekki viljað gefa upp nöfn þeirra en blaðamenn ProPublica fundu annan mannanna. Í viðtali sagðist hann ekkert hafa með Tren de Aragua að gera og að hann hefði ekki hugmynd um af hverju hann hafi verið bendlaður við gengið alræmda. Lögreglan í Chicago handtók manninn einu sinni í fyrra, fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að keyra án ökuleyfis en hann var ekki ákærður. Opinber gögn benda ekki til þess að hann hafi verið handtekinn oftar. Embættismenn hafa einnig sagt að þeir hafi fengið upplýsingar um skotvopn, fíkniefni og jafnvel sprengiefni í húsinu. Engin gögn hafa verið birt sem sýna fram á að það hafi verið rétt og að hald hafi verið lagt á byssur, fíkniefni eða sprengjur í húsinu. Vopnaðir glæpamenn í húsinu Á meðan á áhlaupinu stóð eru óttaslegnir íbúar sagðir hafa reynt að fela sig undir rúmum eða stokkið út um glugga, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir sögðust hafa verið barðir af löggæslumönnum og hundur beit að minnsta kosti einn mann til blóðs. Jean Carlos Antonio Colmenares Pérez, sem er 39 ára verkamaður og fyrrverandi hermaður frá Venesúela, segist hafa verið þvingaður á hnén fyrir framan sex ára frænda sinn. „Þeir drógu okkur út eins og glæpamenn,“ sagði hann. Ekkert bendir til þess að hann hafi komist í kast við lögin í Bandaríkjunum. Todd Lyons, starfandi yfirmaður ICE, sagði í viðtali eftir áhlaupið að umfang þess hefði verið nauðsynlegt vegna ógnarinnar frá meðlimum Tren de Aragua. Þeir hafi verið að „hrella greyið íbúa“ fjölbýlishússins. Í samtali við blaðamenn sögðu íbúar að fjölbýlishúsið hafi oft verið hættulegt. Menn hafi gengið þar um vopnaðir og að morð hafi verið framið þar í sumar. Ákærur og önnur opinber skjöl tengd morðinu benda ekki til neinnar tengingar við Tren de Aragua. Fyrrverandi íbúar sögðu einnig að vændi hefði verið stundað og fíkniefnasala en ekki eingöngu af innflytjendum. Þar hafi þó búið margar löghlýðnar fjölskyldur. „Það var alls konar fólk þarna,“ sagði einn íbúi frá Venesúela. „Það voru venjulegar fjölskyldur þarna og vinnandi fólk en það var líka slæmt fólk þarna. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Börn voru meðal þeirra sem dregin voru út. Alls tóku um þrjú hundruð útsendarar fjölda alríkisstofnanna þátt í áhlaupinu á 130 íbúða fjölbýlishúsið, sem framkvæmt var skömmu eftir miðnætti þann 30. september. Þeir brutu niður hurðir og köstuðu hvellsprengjum inn í íbúðir í áhlaupinu. „Það voru tuttugu þúsund af þeim, hlaupandi um húsið mitt eins og við værum með Saddam Hussein í skápnum,“ sagði einn íbúi í samtali við blaðamenn ProPublica. Í heildina voru 37 innflytjendur handteknir og áttu tveir meðlimir glæpagengisins alræmda að hafa verið handteknir. Margir aðrir voru handsamaðir og hendur þeirra bundnar og þar á meðal margir bandarískir ríkisborgarar. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna birti í kjölfarið vel framleitt myndband af áhlaupinu þar sem því var haldið fram að rúmlega níu hundruð manns hefðu verið handteknir í Chicago á undanförnum dögum. Embættismenn staðhæfðu að tveir staðfestir meðlimir Tren de Aragua hefðu verið handteknir í áhlaupinu og annar þeirra hafi verið á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn. DHS law enforcement has made OVER 900 ARRESTS during Operation Midway Blitz in Illinois.To every criminal illegal alien: Darkness is no longer your ally. We will find you. pic.twitter.com/m9PxbuK5Ua— Homeland Security (@DHSgov) October 2, 2025 Þá steig Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, sem sagður er vera höfundur aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn innflytjendum, fyrir framan myndavélar og lofaði áhlaupið sem einhverja best heppnuðu löggæsluaðgerð Bandaríkjanna. Miller sagði að áhlaupið hefði bjargað fjölda mannslífa og að fjölbýlishúsið hefði verið fullt af hryðjuverkamönnum úr Tren de Aragua. .@StephenM says the ICE raid targeting Tren de Aragua terrorists in Chicago "was one of the most successful law enforcement operations the we've seen in this country.""These ICE officers—these heroes—saved God knows how many lives by getting these TdA SCUM out of our country." pic.twitter.com/wRNHfUDgvT— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) October 6, 2025 Enginn var þó ákærður eftir áhlaupið og að minnsta kosti annar hinna meintu glæpamanna hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Þetta eru meðal niðurstaðna rannsóknar blaðamanna Pro Publica á áhlaupinu umdeilda sem vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar um heim. Segist hafa tapað öllu Einn þeirra sem dreginn var fyrir framan myndavélarnar var Jhonny Manuel Caicedo Fereira. Hann er 28 ára gamall innflytjandi frá Venesúela sem er með virka umsókn um hæli í Bandaríkjunum og stöðuga vinnu og hefur aðeins einu sinni komist í kast við lögin eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í tvö og hálft ár. Nokkrum vikum áður hafði hann verið stöðvaður fyrir akstur án ökuleyfis. Hann sagði löggæslumönnunum þetta þegar þeir spurðu hann en þrátt fyrir það var hann dreginn út fyrir framan myndavélarnar og lýstu talsmenn Landamæraeftirlitsins og ICE áhlaupinu sem stórfenglegum sigri gegn hryðjuverkastarfsemi. Caicedo var á endanum ekki ákærður fyrir glæp en hann var, eftir stutt réttarhöld, sendur aftur til Venesúela. Þaðan hafði hann flúið níu árum áður. „Ég tapaði öllu,“ sagði hann í samtali við blaðamenn frá heimili móður sinnar í Venesúela. „Fyrir þessum fíflum eru allir frá Venesúela glæpamenn.“ Hér að neðan má sjá frétt héraðsmiðils um áhlaupið. Fundu þó nokkra sem voru handteknir Blaðamenn ProPublica hafa fundið nöfn margra sem voru handteknir og rætt við tólf þeirra. Þá hefur verið rætt við fjölmarga ættingja þeirra og annarra og kafað í opinber gögn, samfélagsmiðla og annað við gerð fréttar um áhlaupið umdeilda. Af 21 manni sem blaðamenn báru kennsl á voru einungis þrír með nokkra sakaskrá og höfðu verið handteknir fyrir meinta vörslu fíkniefna eða slagsmál. Enginn þeirra hafði verið ákærður samkvæmt þeim gögnum sem blaðamenn höfðu aðgang að. Eins og áður segir var enginn ákærður fyrir glæp vegna áhlaupsins og hafa yfirvöld ekki birt neinar upplýsingar um hina meintu glæpamenn og mögulega hryðjuverkamenn sem áttu að hafa verið gómaðir í fjölbýlishúsinu. Saksóknarar hafa ekki viljað gefa upp nöfn þeirra en blaðamenn ProPublica fundu annan mannanna. Í viðtali sagðist hann ekkert hafa með Tren de Aragua að gera og að hann hefði ekki hugmynd um af hverju hann hafi verið bendlaður við gengið alræmda. Lögreglan í Chicago handtók manninn einu sinni í fyrra, fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að keyra án ökuleyfis en hann var ekki ákærður. Opinber gögn benda ekki til þess að hann hafi verið handtekinn oftar. Embættismenn hafa einnig sagt að þeir hafi fengið upplýsingar um skotvopn, fíkniefni og jafnvel sprengiefni í húsinu. Engin gögn hafa verið birt sem sýna fram á að það hafi verið rétt og að hald hafi verið lagt á byssur, fíkniefni eða sprengjur í húsinu. Vopnaðir glæpamenn í húsinu Á meðan á áhlaupinu stóð eru óttaslegnir íbúar sagðir hafa reynt að fela sig undir rúmum eða stokkið út um glugga, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir sögðust hafa verið barðir af löggæslumönnum og hundur beit að minnsta kosti einn mann til blóðs. Jean Carlos Antonio Colmenares Pérez, sem er 39 ára verkamaður og fyrrverandi hermaður frá Venesúela, segist hafa verið þvingaður á hnén fyrir framan sex ára frænda sinn. „Þeir drógu okkur út eins og glæpamenn,“ sagði hann. Ekkert bendir til þess að hann hafi komist í kast við lögin í Bandaríkjunum. Todd Lyons, starfandi yfirmaður ICE, sagði í viðtali eftir áhlaupið að umfang þess hefði verið nauðsynlegt vegna ógnarinnar frá meðlimum Tren de Aragua. Þeir hafi verið að „hrella greyið íbúa“ fjölbýlishússins. Í samtali við blaðamenn sögðu íbúar að fjölbýlishúsið hafi oft verið hættulegt. Menn hafi gengið þar um vopnaðir og að morð hafi verið framið þar í sumar. Ákærur og önnur opinber skjöl tengd morðinu benda ekki til neinnar tengingar við Tren de Aragua. Fyrrverandi íbúar sögðu einnig að vændi hefði verið stundað og fíkniefnasala en ekki eingöngu af innflytjendum. Þar hafi þó búið margar löghlýðnar fjölskyldur. „Það var alls konar fólk þarna,“ sagði einn íbúi frá Venesúela. „Það voru venjulegar fjölskyldur þarna og vinnandi fólk en það var líka slæmt fólk þarna.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira