Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 14:11 Lögreglubílar við ísraelska sendiráðið í Hellerup í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/EPA Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.
Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira