Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 14:11 Lögreglubílar við ísraelska sendiráðið í Hellerup í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/EPA Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.
Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira