Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. október 2024 08:03 Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Mansal Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun