Það sem „gleymist“ að segja Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2024 08:01 Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun