Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir skrifar 25. september 2024 14:32 Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun