Hvað lærum við af hinum sem er ósammála? Samtal um loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson skrifar 24. september 2024 10:31 Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Loftslagsmál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun