Eins og þú kallar í skóginn….. – við þurfum að þora að ræða viðkvæmu málin Björn Bjarki Þorsteinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifa 23. september 2024 20:02 Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Húnaþing vestra Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fíkn Heilbrigðismál Barnavernd Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun