Sjálfbærni er góður „business“ hjá Orkuveitunni Hólmfríður Sigurðardóttir skrifar 17. september 2024 07:46 Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sjálfbærni Jarðhiti Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun