Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. september 2024 07:02 Svava Björk Hölludóttir, yfirbókari World Class, er fótboltastelpa frá Akranesi sem hefur í nægu að snúast: Sinnir krefjandi starfi, er nýbúin að gifta sig, á fjögurra ára dóttur, er í meistaranámi og spilar fótbolta á kvöldin og um helgar. Svava segir mikilvægt að fólk sæki sér tækifærin sjálft frekar en að bíða eftir þeim. Vísir/Vilhelm „Það gekk allt út á fótboltann. Og þannig er það enn,“ segir Svava Björk Hölludóttir yfirbókari hjá World Class samsteypunni og brosir. Svava er fótboltastelpa frá Akranesi. Sem spilar með Fram í dag, þar sem hún hefur verið liðstjóri síðastliðin tvö ár. Um þriðju vaktina segir Svava: „Við skiptum með okkur verkum. Hann sér til dæmis um eldamennskuna, ég um þvottinn.“ Enda er Svava í krefjandi starfi, samhliða því að sinna heimili, barni og fótboltanum. Síðustu árin hefur Svava líka verið í fjarnámi. Fyrst lauk hún B.s. í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri en núna er hún í meistaranámi í Háskóla Íslands. „Að sækja sér tækifærin sjálfur. Ekki bíða eftir þeim,“ nefnir Svava meðal annars í góðu ráðunum um það, hvernig ungt fólk getur falast sjálft eftir því að klífa metorðastigann í starfi. En við skulum byrja á byrjuninni… Það snerist allt um fótboltann þegar Svava ólst upp á Akranesi og þannig er það enn. Meira að segja þegar Svava fór erlendis sem aupair, fann hún fótboltalið til að spila með. Þegar Svava flutti í bæinn byrjaði hún að spila með Vali, síðan HK/Víking en er nú í meistaraflokki Fram, þar sem hún er jafnframt liðstjóri. Fótboltinn allsráðandi Svava fæddist árið 1992 og til 18 ára aldurs bjó hún á Akranesi. Sem eins og allir vita: Er mikill fótboltabær. „Það voru ekki margar stelpur í mínum árgangi í fótbolta. Við vorum bara fjórar. En fleiri stelpur bæði í árganginum fyrir ofan mig og neðan mig. Þannig að það vantaði aldrei stelpur í fótboltann,“ segir Svava. Enda fótbolti oft meira tengdur við strákana. Sem þó ætti auðvitað ekki að vera. Svava byrjaði í Fjölbrautaskóla Vesturlands eftir 10. bekk og var þar í tvö ár. Þá flutti hún í bæinn og hélt áfram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Dreymdi þig um atvinnumennskuna? „Ekki þegar ég var komin þangað því ég hafði verið að glíma við smá meiðsli þegar ég flutti og hafði því ekki spilað í smá tíma. Ég byrjaði síðan að spila með Vali og var í 2.flokki, síðan HK/Víking og enda í meistaraflokki Fram.“ Eftir stúdentsprófið ákvað Svava að fara í lögfræði. Sem hún og gerði. Hvers vegna lögfræði? „Kannski vegna þess að það er hægt að vinna við mjög margt með þá menntun.“ En lífið tók fljótt aðra stefnu. Því þegar Svövu bauðst tækifæri til að fara til Lúxemborgar sem aupair, ákvað hún að slá til. „Ég fór í janúar og var að passa tvö börn fyrir hjón í sjö mánuði. Maðurinn er íslenskur en konan kanadísk frönsk en talar íslensku,“ segir Svava sem lætur afar vel af dvölinni. Mér fannst ógeðslega gaman þarna og mæli með því fyrir alla að prófa að fara svona erlendis. Auðvitað fann ég fljótt fótboltalið þarna, þannig að á meðan ég var úti var ég líka að spila.“ Lögfræðin tók aftur við þegar Svava kom heim, en fljótlega áttaði hún sig á því að henni fyndist hún í raun ekkert skemmtileg. „Ég hætti eftir þrjár vikur og fór að vinna á leikskóla. Þar vann ég í tvö ár.“ Hvernig fannst þér það? „Æðislegt. Það er svo gaman að vera með börnum og mér hefur alltaf verið það mjög eðlislægt,“ svarar Svava. Svava segir margt í fótboltanum nýtast vel þegar kemur að starfi og starfsframanum. Því í fótboltanum sé mikið keppnisskap og alltaf verið að vinna að því að gera meira og verða betri. Það sama hefur Svava gert í starfi enda hefur eitt leitt af öðru hjá henni allt þar til hún tók við sem yfirbókari World Class í sumar. Að sækja tækifærin Til viðbótar við fótboltann, var Svava auðvitað alltaf í ræktinni. Það er sambýlismaður hennar og barnsfaðir líka, Andri Valur Óskarsson, en saman eiga þau fjögurra ára dótturina Sigrúnu Höllu. „Við kynntumst reyndar niður í bæ,“ segir Svava, nýgift og brosandi. Því Svava og Andri giftu sig með pompi og prakt í ágúst, hafandi verið saman í 11 ár. „Ég flutti fljótlega heim til hans þegar við byrjuðum saman. Heim til foreldra hans og þar bjuggum við fyrstu árin eða allt þar til við náðum að kaupa okkur íbúð árið 2018.“ Árið 2015 datt Svövu hins vegar í hug að fara í einkaþjálfaranámið í Keili. „Og mér fannst auðvitað að fyrst ég væri að fara í einkaþjálfarann, væri upplagt að vinna með náminu á heilsuræktarstöð.“ Sem er fyrsta dæmið um það hvernig Svava sótti sér sjálf það tækifæri. „Ég mætti bara á skrifstofuna í World Class, bað um að fá að tala við starfsmannastjórann og bað um vinnu. Sagðist hafa heyrt að þeim vantaði fólk,“ segir Svava og vísar þar til samtals við Sylvíu Arnfjörð starfsmannastjóra World Class til margra ára. Með náminu, vann Svava í afgreiðslunni hjá World Class í gamla turninum í Kópavogi. Árið 2016 bættist við að starfa sjálfstætt sem einkaþjálfari hjá World Class. Og þá tók við að byggja upp sinn eiginn kúnnahóp, því einkaþjálfarar starfa flestir sem sjálfstætt starfandi verktakar inn á líkamsræktarstöðvum. „Auðvitað voru fleiri stelpur hjá mér en strákar. En ég var með tvo unglingsstráka,“ segir Svava. Er þetta mikið hark? „Nei í rauninni ekki. Það er alltaf eftirspurn eftir einkaþjálfurum. Hjá mér voru mest stelpur á svipuðum aldri og ég. Oftast að leita eftir því að vera með einkaþjálfara til að hjálpa sér af stað og komast í rútínu með reglubundna hreyfingu.“ Frá Kópavogi fluttist Svava yfir í móttöku World Class í Kringlunni. Þar starfaði hún þegar hún frétti að það vantaði nýjan stöðvastjóra á lítilli stöð World Class í Dalshrauni. „Þannig að ég fór bara og spurði: Á ég ekki bara að taka við?“ Sem er annað dæmi um hvernig Svava sótti sér tækifæri. Því það að vera stöðvastjóri er nokkuð ábyrgðarfullt starf. Hvað felst í því? „Það sem stöðvastjórar gera er að sjá um vaktplanið og manna stöður til dæmis ef það koma upp veikindi. Sjá til þess að það sé vel þrifið, aðstoða við móttökuna, passa upp á að öll tæki séu í lagi og þeim vel við haldið, aðstoða í móttökunni og svo framvegis,“ segir Svava en bætir við: „Í þessu starfi er skemmtilegasti parturinn alltaf sá að hitta viðskiptavinina. Því á flestum stöðvum eru þetta sömu andlitin sem sækja stöðvarnar og fljótlega fer maður því að þekkja fólkið.“ Þegar Svava fór í einkaþjálfaranámið fannst henni tilvalið að vinna með skóla í heilsuræktarstöð, mætti á skrifstofu World Class og spurði hvort hún gæti fengið vinnu. Svava hefur verið stöðvastjóri nokkurra stöðva World Class og segir það skemmtilegasta við starfið vera að hitta viðskiptavinina og læra að þekkja andlitin.Vísir/Vilhelm Að segja Já við tækifærum Það sem einkennir Svövu í samtali er hógvær. Það kemur því svolítið á óvart að hún skuli samt vera svona frökk að sækja sér tækifærin. Varstu ekkert með smá fiðrildi eða kvíðahnút í maganum þegar þú sóttist eftir stöðvastjórastarfinu? „Nei alls ekki. Ég vissi að ég gæti gert þetta og að þetta væri eitthvað fyrir mig þannig að ég lét bara slag standa,“ segir Svava en bætir við að eflaust hjálpi fótboltagenið í henni nokkuð til við þetta. Því í fótboltanum er mikið keppnisskap og það þýðir að maður er alltaf að vinna að því að gera meira og verða betri.“ Svövu fannst stöðvastjórastarfið mjög gaman og lítandi til baka, eflaust mikil ábyrgð fyrir unga konu því þegar þetta var, var hún aðeins 25 ára. „Ég pældi ekki mikið í þessu þá. Var bara að vinna mína vinnu og lagði mig fram við að vinna hana vel. Mér fannst það ekkert stórmál að vera orðin stöðvastjóri 25 ára en eflaust var þetta nokkuð ábyrgðarfullt starf fyrir unga konu, svona núna þegar ég lít til baka.“ Þó kom að því að Svava fékk kvíðahnút í magann. Og það heila helgi! „Einn föstudaginn fæ ég tölvupóst frá Sylvíu starfsmannastjóra sem var eitthvað á þá leið að segja: Svava mín, viltu ekki koma og hitta okkur Dísu niður í Laugum á mánudagsmorguninn.“ Umrædd Dísa er þá Hafdís Jónsdóttir, en eins og flestir vita er World Class í eigu þeirra hjóna: Dísu og Björns Leifssonar. „Þá fékk ég smá í magann og hugsaði með mér: Hvað ætli ég hafi nú gert af mér?“ Alla helgina velti Svava þessu fyrir sér og mætti nokkuð stressuð á fundinn. „Nei, nei…. Þá voru þær bara að bjóða mér enn þá stærra starf. Að taka við Ögurhvarfinu!“ segir Svava og hlær. „Og ég sem var búin að vera alveg í kerfi heila helgi. Við hlæjum enn þá af þessu í dag.“ Fljótlega bættist enn við starfið hjá Svövu, því hún tók að sér stöðvastjórn Mosfellsbæjar líka. „Í Mosfellsbæ er World Class stöðin í samvinnu við sundlaugina og þar er samnýting á móttökunni. Það er því öðruvísi rekstur. Ég fór þangað þrisvar í viku en vann annars upp í Ögurhvarfi.“ Svava og Andri Valur giftu sig í ágúst en dóttir þeirra, Sigrún Halla, er fjögurra ára. Um þriðju vaktina segir Svava mikilvægt að jafnvægi ríki heima fyrir og að samskiptin séu góð. Svava og Andri skipta með sér verkum. Hann sér til dæmis um eldamennskuna en hún þvottinn og svo framvegis. Góðu ráðin Árið 2020 fæddist dóttirin, en þá var Svava þá þegar byrjuð að hjálpa aðeins til í bókhaldinu. „Þetta hefðbundna: Að setja reikninga inn í kerfið, skrá greiðslur og þannig.“ Svava tók sér eitt ár í fæðingarorlof og eins og alþjóð veit, skall Covid á snemma þetta ár. Sem bitnaði illa á rekstri eins og heilsuræktarstöðvum. En hvað fékk þig til að fá áhuga á bókhaldi? „Ég byrjaði í fjarnámi í Háskólanum á Akureyri haustið 2018, þar sem ég tók viðskiptafræði. Tók samt bara 3-4 áfanga í einu því ég hef verið í fullu starfi samhliða þessu námi,“ segir Svava, sem síðan hélt áfram og fór í meistaranám í HÍ. „Í fyrstu byrjaði ég í stjórnun og markaðsfræði, en þegar bókhaldshlutinn hófst í náminu fann ég strax að það höfðaði strax mikið til mín.“ Því Svava einfaldlega segist vita að í bókhaldinu er hún algjörlega á réttri hillu. „Auðvitað hentar þetta starf mér betur í dag, verandi með barn og heimili. En ég held líka að starfið henti mér einfaldlega sem karakter.“ Þegar Svava sneri aftur til starfa árið 2021, starfaði hún í bókhaldinu en hélt áfram með stöðvastjórnunina fyrir stöðina í Mosfellsbæ. Þangað sem hún fór enn þrisvar í viku og var í 3-4 klukkustundir í senn. „Almennt var ég samt að vinna frá 8-16, sem hentaði fjölskyldulífinu vel.“ Og fótboltanum. Sem Svava stundar á kvöldin og um helgar. Hógværð Svövu kom fram í fallegri ræðu sem haldin var í brúðkaupi hennar og Andra Vals í ágúst en við þann hóp fólks sem almennt lætur lítið fyrir sér en er duglegt og hefur góðan metnað fyrir starfsframann segir Svava gott ráð vera að einbeita sér að því að standa sig vel í vinnunni, sýna frumkvæði, vera dugleg að aðstoða fólk og sækja sér tækifærin. Vísir/Vilhelm Nýliðið sumar var síðan stórt sumar fyrir Svövu. Því þá tók hún bæði við starfi yfirbókarans hjá World Class og gifti sig. Í brúðkaupinu hélt Dísa í World Class afar fallega ræðu og lýsandi fyrir karakter Svövu. Því hún er svo einkennandi hógvær. Hvað kom fram í þessari ræðu? „Dísa talaði um þessa hógværð. Að það færi lítið fyrir mér en samt væri ég alltaf þarna. Þegar ég kæmi inn á skrifstofu til að ræða einhver mál, kæmi ég ekki inn með offorsi heldur biði þess að hún væri tilbúin til að tala við mig,“ svarar Svava feimnislega. En grípum þennan bolta á lofti. Því margt fólk getur samsvarað sig við þessa lýsingu Svövu. Að vera hógvær. Láta lítið fyrir sér fara. En vera dugleg og hafa góðan metnað fyrir starfsframann. Hvaða góðu ráð myndir þú gefa þessum hópi fólks? Að einbeita sér að þeim vilja að standa sig vel í vinnunni en hafa gaman af því um leið. Að bíða ekki eftir tækifærunum heldur að sækja sér tækifærin.“ Að sýna frumkvæði er líka mikilvægt. „Ekki aðeins að sýna frumkvæði hvað varðar það að sækja sér tækifærin. Heldur líka að vera dugleg að bjóða fram hjálp. Að sýna að maður vilji aðstoða og sé alltaf til í að læra meira og vita meira.“ Fyrir unga konu, með ungt barn og heimili, nýgift, í krefjandi starfi, námi og í fótbolta, skiptir jafnvægið heima fyrir líka máli. „Við má segja fundum okkar system og skiptum með okkur verkum. Þannig að hjá okkur er allt jafnt. Hann er í ræktinni en ekki í fótbolta. En við hjálpumst að og höfum fundið okkar jafnvægi. Lykilatriði til að ná því eru samskiptin. Þau þurfa að vera mjög góð.“ Starfsframi Fótbolti Vinnustaðurinn Skóla- og menntamál Akranes Góðu ráðin Tengdar fréttir Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Svava er fótboltastelpa frá Akranesi. Sem spilar með Fram í dag, þar sem hún hefur verið liðstjóri síðastliðin tvö ár. Um þriðju vaktina segir Svava: „Við skiptum með okkur verkum. Hann sér til dæmis um eldamennskuna, ég um þvottinn.“ Enda er Svava í krefjandi starfi, samhliða því að sinna heimili, barni og fótboltanum. Síðustu árin hefur Svava líka verið í fjarnámi. Fyrst lauk hún B.s. í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri en núna er hún í meistaranámi í Háskóla Íslands. „Að sækja sér tækifærin sjálfur. Ekki bíða eftir þeim,“ nefnir Svava meðal annars í góðu ráðunum um það, hvernig ungt fólk getur falast sjálft eftir því að klífa metorðastigann í starfi. En við skulum byrja á byrjuninni… Það snerist allt um fótboltann þegar Svava ólst upp á Akranesi og þannig er það enn. Meira að segja þegar Svava fór erlendis sem aupair, fann hún fótboltalið til að spila með. Þegar Svava flutti í bæinn byrjaði hún að spila með Vali, síðan HK/Víking en er nú í meistaraflokki Fram, þar sem hún er jafnframt liðstjóri. Fótboltinn allsráðandi Svava fæddist árið 1992 og til 18 ára aldurs bjó hún á Akranesi. Sem eins og allir vita: Er mikill fótboltabær. „Það voru ekki margar stelpur í mínum árgangi í fótbolta. Við vorum bara fjórar. En fleiri stelpur bæði í árganginum fyrir ofan mig og neðan mig. Þannig að það vantaði aldrei stelpur í fótboltann,“ segir Svava. Enda fótbolti oft meira tengdur við strákana. Sem þó ætti auðvitað ekki að vera. Svava byrjaði í Fjölbrautaskóla Vesturlands eftir 10. bekk og var þar í tvö ár. Þá flutti hún í bæinn og hélt áfram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Dreymdi þig um atvinnumennskuna? „Ekki þegar ég var komin þangað því ég hafði verið að glíma við smá meiðsli þegar ég flutti og hafði því ekki spilað í smá tíma. Ég byrjaði síðan að spila með Vali og var í 2.flokki, síðan HK/Víking og enda í meistaraflokki Fram.“ Eftir stúdentsprófið ákvað Svava að fara í lögfræði. Sem hún og gerði. Hvers vegna lögfræði? „Kannski vegna þess að það er hægt að vinna við mjög margt með þá menntun.“ En lífið tók fljótt aðra stefnu. Því þegar Svövu bauðst tækifæri til að fara til Lúxemborgar sem aupair, ákvað hún að slá til. „Ég fór í janúar og var að passa tvö börn fyrir hjón í sjö mánuði. Maðurinn er íslenskur en konan kanadísk frönsk en talar íslensku,“ segir Svava sem lætur afar vel af dvölinni. Mér fannst ógeðslega gaman þarna og mæli með því fyrir alla að prófa að fara svona erlendis. Auðvitað fann ég fljótt fótboltalið þarna, þannig að á meðan ég var úti var ég líka að spila.“ Lögfræðin tók aftur við þegar Svava kom heim, en fljótlega áttaði hún sig á því að henni fyndist hún í raun ekkert skemmtileg. „Ég hætti eftir þrjár vikur og fór að vinna á leikskóla. Þar vann ég í tvö ár.“ Hvernig fannst þér það? „Æðislegt. Það er svo gaman að vera með börnum og mér hefur alltaf verið það mjög eðlislægt,“ svarar Svava. Svava segir margt í fótboltanum nýtast vel þegar kemur að starfi og starfsframanum. Því í fótboltanum sé mikið keppnisskap og alltaf verið að vinna að því að gera meira og verða betri. Það sama hefur Svava gert í starfi enda hefur eitt leitt af öðru hjá henni allt þar til hún tók við sem yfirbókari World Class í sumar. Að sækja tækifærin Til viðbótar við fótboltann, var Svava auðvitað alltaf í ræktinni. Það er sambýlismaður hennar og barnsfaðir líka, Andri Valur Óskarsson, en saman eiga þau fjögurra ára dótturina Sigrúnu Höllu. „Við kynntumst reyndar niður í bæ,“ segir Svava, nýgift og brosandi. Því Svava og Andri giftu sig með pompi og prakt í ágúst, hafandi verið saman í 11 ár. „Ég flutti fljótlega heim til hans þegar við byrjuðum saman. Heim til foreldra hans og þar bjuggum við fyrstu árin eða allt þar til við náðum að kaupa okkur íbúð árið 2018.“ Árið 2015 datt Svövu hins vegar í hug að fara í einkaþjálfaranámið í Keili. „Og mér fannst auðvitað að fyrst ég væri að fara í einkaþjálfarann, væri upplagt að vinna með náminu á heilsuræktarstöð.“ Sem er fyrsta dæmið um það hvernig Svava sótti sér sjálf það tækifæri. „Ég mætti bara á skrifstofuna í World Class, bað um að fá að tala við starfsmannastjórann og bað um vinnu. Sagðist hafa heyrt að þeim vantaði fólk,“ segir Svava og vísar þar til samtals við Sylvíu Arnfjörð starfsmannastjóra World Class til margra ára. Með náminu, vann Svava í afgreiðslunni hjá World Class í gamla turninum í Kópavogi. Árið 2016 bættist við að starfa sjálfstætt sem einkaþjálfari hjá World Class. Og þá tók við að byggja upp sinn eiginn kúnnahóp, því einkaþjálfarar starfa flestir sem sjálfstætt starfandi verktakar inn á líkamsræktarstöðvum. „Auðvitað voru fleiri stelpur hjá mér en strákar. En ég var með tvo unglingsstráka,“ segir Svava. Er þetta mikið hark? „Nei í rauninni ekki. Það er alltaf eftirspurn eftir einkaþjálfurum. Hjá mér voru mest stelpur á svipuðum aldri og ég. Oftast að leita eftir því að vera með einkaþjálfara til að hjálpa sér af stað og komast í rútínu með reglubundna hreyfingu.“ Frá Kópavogi fluttist Svava yfir í móttöku World Class í Kringlunni. Þar starfaði hún þegar hún frétti að það vantaði nýjan stöðvastjóra á lítilli stöð World Class í Dalshrauni. „Þannig að ég fór bara og spurði: Á ég ekki bara að taka við?“ Sem er annað dæmi um hvernig Svava sótti sér tækifæri. Því það að vera stöðvastjóri er nokkuð ábyrgðarfullt starf. Hvað felst í því? „Það sem stöðvastjórar gera er að sjá um vaktplanið og manna stöður til dæmis ef það koma upp veikindi. Sjá til þess að það sé vel þrifið, aðstoða við móttökuna, passa upp á að öll tæki séu í lagi og þeim vel við haldið, aðstoða í móttökunni og svo framvegis,“ segir Svava en bætir við: „Í þessu starfi er skemmtilegasti parturinn alltaf sá að hitta viðskiptavinina. Því á flestum stöðvum eru þetta sömu andlitin sem sækja stöðvarnar og fljótlega fer maður því að þekkja fólkið.“ Þegar Svava fór í einkaþjálfaranámið fannst henni tilvalið að vinna með skóla í heilsuræktarstöð, mætti á skrifstofu World Class og spurði hvort hún gæti fengið vinnu. Svava hefur verið stöðvastjóri nokkurra stöðva World Class og segir það skemmtilegasta við starfið vera að hitta viðskiptavinina og læra að þekkja andlitin.Vísir/Vilhelm Að segja Já við tækifærum Það sem einkennir Svövu í samtali er hógvær. Það kemur því svolítið á óvart að hún skuli samt vera svona frökk að sækja sér tækifærin. Varstu ekkert með smá fiðrildi eða kvíðahnút í maganum þegar þú sóttist eftir stöðvastjórastarfinu? „Nei alls ekki. Ég vissi að ég gæti gert þetta og að þetta væri eitthvað fyrir mig þannig að ég lét bara slag standa,“ segir Svava en bætir við að eflaust hjálpi fótboltagenið í henni nokkuð til við þetta. Því í fótboltanum er mikið keppnisskap og það þýðir að maður er alltaf að vinna að því að gera meira og verða betri.“ Svövu fannst stöðvastjórastarfið mjög gaman og lítandi til baka, eflaust mikil ábyrgð fyrir unga konu því þegar þetta var, var hún aðeins 25 ára. „Ég pældi ekki mikið í þessu þá. Var bara að vinna mína vinnu og lagði mig fram við að vinna hana vel. Mér fannst það ekkert stórmál að vera orðin stöðvastjóri 25 ára en eflaust var þetta nokkuð ábyrgðarfullt starf fyrir unga konu, svona núna þegar ég lít til baka.“ Þó kom að því að Svava fékk kvíðahnút í magann. Og það heila helgi! „Einn föstudaginn fæ ég tölvupóst frá Sylvíu starfsmannastjóra sem var eitthvað á þá leið að segja: Svava mín, viltu ekki koma og hitta okkur Dísu niður í Laugum á mánudagsmorguninn.“ Umrædd Dísa er þá Hafdís Jónsdóttir, en eins og flestir vita er World Class í eigu þeirra hjóna: Dísu og Björns Leifssonar. „Þá fékk ég smá í magann og hugsaði með mér: Hvað ætli ég hafi nú gert af mér?“ Alla helgina velti Svava þessu fyrir sér og mætti nokkuð stressuð á fundinn. „Nei, nei…. Þá voru þær bara að bjóða mér enn þá stærra starf. Að taka við Ögurhvarfinu!“ segir Svava og hlær. „Og ég sem var búin að vera alveg í kerfi heila helgi. Við hlæjum enn þá af þessu í dag.“ Fljótlega bættist enn við starfið hjá Svövu, því hún tók að sér stöðvastjórn Mosfellsbæjar líka. „Í Mosfellsbæ er World Class stöðin í samvinnu við sundlaugina og þar er samnýting á móttökunni. Það er því öðruvísi rekstur. Ég fór þangað þrisvar í viku en vann annars upp í Ögurhvarfi.“ Svava og Andri Valur giftu sig í ágúst en dóttir þeirra, Sigrún Halla, er fjögurra ára. Um þriðju vaktina segir Svava mikilvægt að jafnvægi ríki heima fyrir og að samskiptin séu góð. Svava og Andri skipta með sér verkum. Hann sér til dæmis um eldamennskuna en hún þvottinn og svo framvegis. Góðu ráðin Árið 2020 fæddist dóttirin, en þá var Svava þá þegar byrjuð að hjálpa aðeins til í bókhaldinu. „Þetta hefðbundna: Að setja reikninga inn í kerfið, skrá greiðslur og þannig.“ Svava tók sér eitt ár í fæðingarorlof og eins og alþjóð veit, skall Covid á snemma þetta ár. Sem bitnaði illa á rekstri eins og heilsuræktarstöðvum. En hvað fékk þig til að fá áhuga á bókhaldi? „Ég byrjaði í fjarnámi í Háskólanum á Akureyri haustið 2018, þar sem ég tók viðskiptafræði. Tók samt bara 3-4 áfanga í einu því ég hef verið í fullu starfi samhliða þessu námi,“ segir Svava, sem síðan hélt áfram og fór í meistaranám í HÍ. „Í fyrstu byrjaði ég í stjórnun og markaðsfræði, en þegar bókhaldshlutinn hófst í náminu fann ég strax að það höfðaði strax mikið til mín.“ Því Svava einfaldlega segist vita að í bókhaldinu er hún algjörlega á réttri hillu. „Auðvitað hentar þetta starf mér betur í dag, verandi með barn og heimili. En ég held líka að starfið henti mér einfaldlega sem karakter.“ Þegar Svava sneri aftur til starfa árið 2021, starfaði hún í bókhaldinu en hélt áfram með stöðvastjórnunina fyrir stöðina í Mosfellsbæ. Þangað sem hún fór enn þrisvar í viku og var í 3-4 klukkustundir í senn. „Almennt var ég samt að vinna frá 8-16, sem hentaði fjölskyldulífinu vel.“ Og fótboltanum. Sem Svava stundar á kvöldin og um helgar. Hógværð Svövu kom fram í fallegri ræðu sem haldin var í brúðkaupi hennar og Andra Vals í ágúst en við þann hóp fólks sem almennt lætur lítið fyrir sér en er duglegt og hefur góðan metnað fyrir starfsframann segir Svava gott ráð vera að einbeita sér að því að standa sig vel í vinnunni, sýna frumkvæði, vera dugleg að aðstoða fólk og sækja sér tækifærin. Vísir/Vilhelm Nýliðið sumar var síðan stórt sumar fyrir Svövu. Því þá tók hún bæði við starfi yfirbókarans hjá World Class og gifti sig. Í brúðkaupinu hélt Dísa í World Class afar fallega ræðu og lýsandi fyrir karakter Svövu. Því hún er svo einkennandi hógvær. Hvað kom fram í þessari ræðu? „Dísa talaði um þessa hógværð. Að það færi lítið fyrir mér en samt væri ég alltaf þarna. Þegar ég kæmi inn á skrifstofu til að ræða einhver mál, kæmi ég ekki inn með offorsi heldur biði þess að hún væri tilbúin til að tala við mig,“ svarar Svava feimnislega. En grípum þennan bolta á lofti. Því margt fólk getur samsvarað sig við þessa lýsingu Svövu. Að vera hógvær. Láta lítið fyrir sér fara. En vera dugleg og hafa góðan metnað fyrir starfsframann. Hvaða góðu ráð myndir þú gefa þessum hópi fólks? Að einbeita sér að þeim vilja að standa sig vel í vinnunni en hafa gaman af því um leið. Að bíða ekki eftir tækifærunum heldur að sækja sér tækifærin.“ Að sýna frumkvæði er líka mikilvægt. „Ekki aðeins að sýna frumkvæði hvað varðar það að sækja sér tækifærin. Heldur líka að vera dugleg að bjóða fram hjálp. Að sýna að maður vilji aðstoða og sé alltaf til í að læra meira og vita meira.“ Fyrir unga konu, með ungt barn og heimili, nýgift, í krefjandi starfi, námi og í fótbolta, skiptir jafnvægið heima fyrir líka máli. „Við má segja fundum okkar system og skiptum með okkur verkum. Þannig að hjá okkur er allt jafnt. Hann er í ræktinni en ekki í fótbolta. En við hjálpumst að og höfum fundið okkar jafnvægi. Lykilatriði til að ná því eru samskiptin. Þau þurfa að vera mjög góð.“
Starfsframi Fótbolti Vinnustaðurinn Skóla- og menntamál Akranes Góðu ráðin Tengdar fréttir Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01
„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00
„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01
Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00