Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar 13. september 2024 11:01 Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun