Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2024 08:02 Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar