Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2024 08:02 Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun