Er allt í baklás? Þú getur meira en þú heldur... Guðlaugur Birgisson skrifar 8. september 2024 14:02 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Nú ber hann upp á daginn í dag, sunnudaginn 8.september. Heimssamband sjúkraþjálfara WCPT stendur að deginum og notum við sjúkraþjálfarar daginn til þess að vekja athygli á okkar störfum sem spanna vítt svið. Í ár er dagurinn tileinkaður umfjöllun um mjóbaksverki og öflugt starf sjúkraþjálfara hvað varðar forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Verkir í mjóbaki eru helsta ástæða færniskerðingar í heiminum í dag. Árið 2020 upplifðu 619 milljón manns í heiminum mjóbaksverki eða 1 af hverjum 13jarðarbúum. Þetta er 60% aukning frá árinu 1990. Áætlað er að 843 milljónir alls mannkyns muni glíma við mjóbaksverki árið 2050. Talið er að 90% allra tilfella séu óskilgreind, þ.e. ekki hægt að rekja beint til skaða á tilteknum taugum, liðum, vöðvum, liðböndum eða alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma. Hvað varðar lengd einkenna þá eru góðu fréttirnar þær að minnihluti þeirra sem upplifir verki í mjóbaki þróar með sér langvarandi einkenni (hefur verki í meira en 3 mánuði). Langvarandi verkjaupplifun er oft á tíðum samspil líkamlegs og andlegs álags í daglegu lífi sem og fyrri áfallasögu. Sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, greiningu og meðferð mjóbaksverkja. Með sértækum æfingum, fræðslu og ráðleggingum er varða líkamlegt álag og lífsstíl má fyrirbyggja mjóbakseinkenni og ennfremur auka lífsgæði þeirra sem glíma við langtíma verki. Í gegnum sérhæfða meðferð við langvinnum mjóbaksverjum gera sjúkraþjálfarar fólki kleift að vera virkara í daglegu lífi og öðlast betri stjórn á langvarandi einkennum. Heimssamband sjúkraþjálfara lét fyrir stuttu útbúa veggspjöld og upplýsingablöð með ýmsum fróðleik um mjóbaksverki í tilefni alþjóðlegs dags sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara hefur nú látið þýða þessa útgáfu og má sjá afraksturinn á slóðinni: https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/althjodadagur-sjukrathjalfunar-er-8.-september. Endilega kíkið á það. Í lokin langar mig að óska öllum sjúkraþjálfurum á Íslandi til hamingju með alþjóðlega daginn í dag! Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Nú ber hann upp á daginn í dag, sunnudaginn 8.september. Heimssamband sjúkraþjálfara WCPT stendur að deginum og notum við sjúkraþjálfarar daginn til þess að vekja athygli á okkar störfum sem spanna vítt svið. Í ár er dagurinn tileinkaður umfjöllun um mjóbaksverki og öflugt starf sjúkraþjálfara hvað varðar forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Verkir í mjóbaki eru helsta ástæða færniskerðingar í heiminum í dag. Árið 2020 upplifðu 619 milljón manns í heiminum mjóbaksverki eða 1 af hverjum 13jarðarbúum. Þetta er 60% aukning frá árinu 1990. Áætlað er að 843 milljónir alls mannkyns muni glíma við mjóbaksverki árið 2050. Talið er að 90% allra tilfella séu óskilgreind, þ.e. ekki hægt að rekja beint til skaða á tilteknum taugum, liðum, vöðvum, liðböndum eða alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma. Hvað varðar lengd einkenna þá eru góðu fréttirnar þær að minnihluti þeirra sem upplifir verki í mjóbaki þróar með sér langvarandi einkenni (hefur verki í meira en 3 mánuði). Langvarandi verkjaupplifun er oft á tíðum samspil líkamlegs og andlegs álags í daglegu lífi sem og fyrri áfallasögu. Sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, greiningu og meðferð mjóbaksverkja. Með sértækum æfingum, fræðslu og ráðleggingum er varða líkamlegt álag og lífsstíl má fyrirbyggja mjóbakseinkenni og ennfremur auka lífsgæði þeirra sem glíma við langtíma verki. Í gegnum sérhæfða meðferð við langvinnum mjóbaksverjum gera sjúkraþjálfarar fólki kleift að vera virkara í daglegu lífi og öðlast betri stjórn á langvarandi einkennum. Heimssamband sjúkraþjálfara lét fyrir stuttu útbúa veggspjöld og upplýsingablöð með ýmsum fróðleik um mjóbaksverki í tilefni alþjóðlegs dags sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara hefur nú látið þýða þessa útgáfu og má sjá afraksturinn á slóðinni: https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/althjodadagur-sjukrathjalfunar-er-8.-september. Endilega kíkið á það. Í lokin langar mig að óska öllum sjúkraþjálfurum á Íslandi til hamingju með alþjóðlega daginn í dag! Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur á Reykjalundi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun