Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi Jón Magnús Kristjánsson skrifar 28. ágúst 2024 10:02 Í könnun sem fyrirtækið Prósent gerði nýverið fyrir hlaðvarpið Bakherbergið kom fram að þrátt fyrir langvinna himinháa vexti og verðbólgu mælast heilbrigðismálin ennþá efst þeirra mála sem almenningur á Íslandi vill að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru á Facebook-síðu hlaðvarpsins sýndu að 59% nefna heilbrigðismálin en 51% efnahagsmál, 47% verðbólgu og 41% húsnæðis- og lóðamál. Fólk á öllum aldri nefnir heilbrigðismálin oftast en konur mun oftar en karlar. Í síðustu kosningum hefur heilbrigðiskerfið verið efst á baugi hjá almenningi og muna eflaust margir eftir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar 2016 þar sem þess var krafist að 11% af vergri þjóðarframleiðslu rynni í heilbrigðismál. Samkvæmt tölum Hagstofu hafa heilbrigðisútgjöld hins opinbera farið úr tæpum sjö prósentum í rétt rúmlega átta prósent síðan þá og lækkað um hálft prósent frá 2021 til 2023. Hvernig er staða íslenskrar heilbrigðisþjónustu? Af hverju eru heilbrigðismálin svona ofarlega í huga Íslendinga? Svarið er einfalt; við finnum öll að heilbrigðiskerfið er ekki að virka fyrir okkur eins og við viljum. Sérstaklega er aðgengi að heilbrigðisþjónustu ábótavant. Bið eftir tíma hjá heimilislækni er víða margar vikur og bið eftir liðskiptiaðgerðum og augasteinaskiptum, sem dæmi, eru margir mánuðir. Árum saman hafa verið birtar fréttir af bið eftir þjónustu á bráðamóttöku Landspítala og að sjúklingar, einkum aldraðir, liggja þar dögum saman í bið eftir að geta lagst inn á legudeildir. Á sama tíma eru flestir á því að þjónustan sé mjög góð þegar fólk loks kemst að. Hrumir aldraðir einstaklingar geta ekki fengið þá þjónustu heima sem þau þurfa né pláss á hjúkrunarheimili þegar á þarf að halda sem veldur gríðarlegri vanlíðan, einmanaleika og óöryggi þeirra ásamt yfirþyrmandi álagi á aðstandendur þeirra. Þegar eru farin að sjást alvarleg merki um afleiðingar þessarar hnignunar heilbrigðiskerfisins sem rýna þarf betur í. Sem dæmi eru vísbendingar um að meðal ævilengd Íslendinga sé farin að styttast auk þess sem opinberar tölur sýna að enn er um 5 ára munur á ævilengd eftir menntunarstigi og fréttir hafa verið um það að einstaklingar í lægstu tekjuhópum neita sér um heilbrigðisþjónustu og lyf. Sem læknir bráðamóttöku Landspítalans hef ég endurtekið séð einstaklinga koma á deildina með mál sem hafa orðið mun verri en þyrfti að vera vegna biðar eftir þjónustu annars staðar, aldraða einstaklinga sem þurfa að koma margendurtekið á deildina í von um aðstoð þegar þau eru hætt að geta bjargað sér heima en eru jafnharðan útskrifuð aftur og fólk sem upplifir sig ekki eiga í nein hús að venda vegna geðrænna erfiðleika. Á sama tíma lenda sífellt fleiri í því að bíða á bráðamóttökunni eftir innlögn á Landspítala þar sem öll rúm á legudeildum spítalans eru í notkun og hefur fjöldi einstaklinga í slíkri biðstöðu farið yfir 50 í fyrsta skiptið núna í lok ágúst. Margir þeirra þurfa að bíða við aðstæður þar sem ekki er hægt að tryggja persónuvernd né sóttvarnir á göngum eða rýmum þar sem stöðugt áreiti og ónæði er. Flestir eru sammála því að ástand heilbrigðiskerfisins hafi farið óðum versnandi síðustu 10 árin. Við verðum að hefja þjóðarátak til að snúa þessari þróun við. Við erum ein efnaðast þjóð í heimi, rekum ekki her og meðal aldur þjóðarinnar er enn sem komið er lægri en í löndunum í kringum okkur. Við getum rekið eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og við eigum að krefjast þess. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð að byggja aftur upp heilbrigðiskerfið er að viðurkenna að það þurfi umtalsverða aukningu í fjárframlögum til málaflokksins. Orðið innviðaskuld er mikið notað varðandi samgöngumál og menntamál en á sérstaklega vel við um heilbrigðismál. Verkefnið er risavaxið og mun að öllum líkindum taka a.m.k. 10 ár að byggja aftur upp heilbrigðiskerfið í fremstu röð. Verkefni næstu ára Bent hefur verið á fjölmörg verkefni sem ráðast þarf í strax í til þess að snúa við þróun heilbrigðiskerfisins. Meðal þeirra helstu eru: Allir Íslendingar þurfa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöð. Áhersla þarf að vera á að efla innlent sérnám í heimilislækningum og styrkingu heilsugæsluhjúkrunarfræðinga samhliða uppbyggingu öflugra þverfaglegra teyma á heilsugæslustöðvum. Byggja þarf upp víðtækari þjónustu við eldra fólk bæði í heimahúsi og í nærumhverfi þeirra þar sem heilbrigðisþjónusta og félagsleg þjónusta þeirra er samþætt auk þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir þau hrumustu. Taka þarf ákvörðun um að loka ekki Landspítala í Fossvogi þegar meðferðarkjarninn opnar heldur endurvekja þar Borgarspítalann og þannig opna nýtt „héraðssjúkrahús“ höfuðborgarsvæðisins og flytja þangað öldrunarþjónustu sem í dag er rekin á Landakotsspítala. Á slíkum spítala mætti sinna almennri spítalaþjónustu sem ekki þarf háskólasjúkrahúsþjónustu með skilvirkari hætti auk þess sem ákveðin samkeppni mundi skapast um gott starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Nauðsynlegt er að uppfæra mönnunaráætlanir miðað við það heilbrigðiskerfi sem við viljum sjá eftir 10 ár í stað núverandi stöðu og setja af stað aðgerðaráætlanir um menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna í samræmi við þær. Við erum svo heppin að á Íslandi eru ennþá fleiri sem sækja um inngöngu í nám í flestum heilbrigðisgreinum heldur en fá inngöngu. Sumir taka á sig umtalsverðan kostnað við að fara til dæmis í læknisfræði við erlenda háskóla. Líta mætti á slíkt nám sem einskonar útvistun námsplássa með því að fella niður námslán þeirra ef þau koma til starfa á Íslandi í tiltekinn tíma. Bent hefur verið á fjölmargar aðrar mögulegar aðgerðir. Nauðsynlegt er að forgangsraða og komast að sameiginlegri framtíðarsýn fyrir heilbrigðiskerfið. Mikilvæg leið til þess gæti verið að efna til stefnumótunarþings í heilbrigðisþjónustu þangað sem notendur, veitendur og aðrir haghafar mundu vinna saman að aðgerðaráætlun til að ná að láta heilbrigðisstefnuna verða að veruleika. Líta mætti til fyrirkomulags þjóðfunda við skipulagningu slíks stefnumótunarþings. Samhliða þessu þarf að vinna að því að bæta kjör heilbrigðisstarfsmanna í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. Sérstaklega þarf að horfa til mögulegra hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að vinna í dreifðari byggðum og skilgreina hvaða svæði eru í sérstakri hættu á skertri heilbrigðisþjónustu vegna ónógrar mönnunar. Sem dæmi mætti líta til niðurfellingar afborgana námslána og núverandi skattaafsláttar erlendra sérfræðinga sem koma til starfa á Íslandi sem fyrirmynd að því hvernig mætti útfæra slíkt. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Jón Magnús Kristjánsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í könnun sem fyrirtækið Prósent gerði nýverið fyrir hlaðvarpið Bakherbergið kom fram að þrátt fyrir langvinna himinháa vexti og verðbólgu mælast heilbrigðismálin ennþá efst þeirra mála sem almenningur á Íslandi vill að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru á Facebook-síðu hlaðvarpsins sýndu að 59% nefna heilbrigðismálin en 51% efnahagsmál, 47% verðbólgu og 41% húsnæðis- og lóðamál. Fólk á öllum aldri nefnir heilbrigðismálin oftast en konur mun oftar en karlar. Í síðustu kosningum hefur heilbrigðiskerfið verið efst á baugi hjá almenningi og muna eflaust margir eftir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar 2016 þar sem þess var krafist að 11% af vergri þjóðarframleiðslu rynni í heilbrigðismál. Samkvæmt tölum Hagstofu hafa heilbrigðisútgjöld hins opinbera farið úr tæpum sjö prósentum í rétt rúmlega átta prósent síðan þá og lækkað um hálft prósent frá 2021 til 2023. Hvernig er staða íslenskrar heilbrigðisþjónustu? Af hverju eru heilbrigðismálin svona ofarlega í huga Íslendinga? Svarið er einfalt; við finnum öll að heilbrigðiskerfið er ekki að virka fyrir okkur eins og við viljum. Sérstaklega er aðgengi að heilbrigðisþjónustu ábótavant. Bið eftir tíma hjá heimilislækni er víða margar vikur og bið eftir liðskiptiaðgerðum og augasteinaskiptum, sem dæmi, eru margir mánuðir. Árum saman hafa verið birtar fréttir af bið eftir þjónustu á bráðamóttöku Landspítala og að sjúklingar, einkum aldraðir, liggja þar dögum saman í bið eftir að geta lagst inn á legudeildir. Á sama tíma eru flestir á því að þjónustan sé mjög góð þegar fólk loks kemst að. Hrumir aldraðir einstaklingar geta ekki fengið þá þjónustu heima sem þau þurfa né pláss á hjúkrunarheimili þegar á þarf að halda sem veldur gríðarlegri vanlíðan, einmanaleika og óöryggi þeirra ásamt yfirþyrmandi álagi á aðstandendur þeirra. Þegar eru farin að sjást alvarleg merki um afleiðingar þessarar hnignunar heilbrigðiskerfisins sem rýna þarf betur í. Sem dæmi eru vísbendingar um að meðal ævilengd Íslendinga sé farin að styttast auk þess sem opinberar tölur sýna að enn er um 5 ára munur á ævilengd eftir menntunarstigi og fréttir hafa verið um það að einstaklingar í lægstu tekjuhópum neita sér um heilbrigðisþjónustu og lyf. Sem læknir bráðamóttöku Landspítalans hef ég endurtekið séð einstaklinga koma á deildina með mál sem hafa orðið mun verri en þyrfti að vera vegna biðar eftir þjónustu annars staðar, aldraða einstaklinga sem þurfa að koma margendurtekið á deildina í von um aðstoð þegar þau eru hætt að geta bjargað sér heima en eru jafnharðan útskrifuð aftur og fólk sem upplifir sig ekki eiga í nein hús að venda vegna geðrænna erfiðleika. Á sama tíma lenda sífellt fleiri í því að bíða á bráðamóttökunni eftir innlögn á Landspítala þar sem öll rúm á legudeildum spítalans eru í notkun og hefur fjöldi einstaklinga í slíkri biðstöðu farið yfir 50 í fyrsta skiptið núna í lok ágúst. Margir þeirra þurfa að bíða við aðstæður þar sem ekki er hægt að tryggja persónuvernd né sóttvarnir á göngum eða rýmum þar sem stöðugt áreiti og ónæði er. Flestir eru sammála því að ástand heilbrigðiskerfisins hafi farið óðum versnandi síðustu 10 árin. Við verðum að hefja þjóðarátak til að snúa þessari þróun við. Við erum ein efnaðast þjóð í heimi, rekum ekki her og meðal aldur þjóðarinnar er enn sem komið er lægri en í löndunum í kringum okkur. Við getum rekið eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og við eigum að krefjast þess. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð að byggja aftur upp heilbrigðiskerfið er að viðurkenna að það þurfi umtalsverða aukningu í fjárframlögum til málaflokksins. Orðið innviðaskuld er mikið notað varðandi samgöngumál og menntamál en á sérstaklega vel við um heilbrigðismál. Verkefnið er risavaxið og mun að öllum líkindum taka a.m.k. 10 ár að byggja aftur upp heilbrigðiskerfið í fremstu röð. Verkefni næstu ára Bent hefur verið á fjölmörg verkefni sem ráðast þarf í strax í til þess að snúa við þróun heilbrigðiskerfisins. Meðal þeirra helstu eru: Allir Íslendingar þurfa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöð. Áhersla þarf að vera á að efla innlent sérnám í heimilislækningum og styrkingu heilsugæsluhjúkrunarfræðinga samhliða uppbyggingu öflugra þverfaglegra teyma á heilsugæslustöðvum. Byggja þarf upp víðtækari þjónustu við eldra fólk bæði í heimahúsi og í nærumhverfi þeirra þar sem heilbrigðisþjónusta og félagsleg þjónusta þeirra er samþætt auk þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir þau hrumustu. Taka þarf ákvörðun um að loka ekki Landspítala í Fossvogi þegar meðferðarkjarninn opnar heldur endurvekja þar Borgarspítalann og þannig opna nýtt „héraðssjúkrahús“ höfuðborgarsvæðisins og flytja þangað öldrunarþjónustu sem í dag er rekin á Landakotsspítala. Á slíkum spítala mætti sinna almennri spítalaþjónustu sem ekki þarf háskólasjúkrahúsþjónustu með skilvirkari hætti auk þess sem ákveðin samkeppni mundi skapast um gott starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Nauðsynlegt er að uppfæra mönnunaráætlanir miðað við það heilbrigðiskerfi sem við viljum sjá eftir 10 ár í stað núverandi stöðu og setja af stað aðgerðaráætlanir um menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna í samræmi við þær. Við erum svo heppin að á Íslandi eru ennþá fleiri sem sækja um inngöngu í nám í flestum heilbrigðisgreinum heldur en fá inngöngu. Sumir taka á sig umtalsverðan kostnað við að fara til dæmis í læknisfræði við erlenda háskóla. Líta mætti á slíkt nám sem einskonar útvistun námsplássa með því að fella niður námslán þeirra ef þau koma til starfa á Íslandi í tiltekinn tíma. Bent hefur verið á fjölmargar aðrar mögulegar aðgerðir. Nauðsynlegt er að forgangsraða og komast að sameiginlegri framtíðarsýn fyrir heilbrigðiskerfið. Mikilvæg leið til þess gæti verið að efna til stefnumótunarþings í heilbrigðisþjónustu þangað sem notendur, veitendur og aðrir haghafar mundu vinna saman að aðgerðaráætlun til að ná að láta heilbrigðisstefnuna verða að veruleika. Líta mætti til fyrirkomulags þjóðfunda við skipulagningu slíks stefnumótunarþings. Samhliða þessu þarf að vinna að því að bæta kjör heilbrigðisstarfsmanna í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. Sérstaklega þarf að horfa til mögulegra hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að vinna í dreifðari byggðum og skilgreina hvaða svæði eru í sérstakri hættu á skertri heilbrigðisþjónustu vegna ónógrar mönnunar. Sem dæmi mætti líta til niðurfellingar afborgana námslána og núverandi skattaafsláttar erlendra sérfræðinga sem koma til starfa á Íslandi sem fyrirmynd að því hvernig mætti útfæra slíkt. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar