Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 21:11 Þórhallur hefur ræktað gúrkur í um 40 ár. Samsett Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður. Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður.
Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira