Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 21:11 Þórhallur hefur ræktað gúrkur í um 40 ár. Samsett Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður. Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður.
Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira