„Það eru allir með ADHD“ Tómas Páll Þorvaldsson skrifar 19. ágúst 2024 08:25 Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun