Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. júní 2020 08:00 Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Seðlabankinn Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun