Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2025 17:02 Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umferð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun