Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar