Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 25. nóvember 2025 06:00 Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun