Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Indriði Stefánsson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun