Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2024 16:18 Jóhann Páll Jóhannsson Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira